Evrópa

88 Nicósía SUÐUR- EVRÓPA Króatía Króatía á langa strandlengju með fram Adríahafi. Landamæri Króatíu liggja að Slóveníu og Ungverjalandi að norðan, Serbíu að austan og Bosníu- Hersegóvínu að sunnan og austan. Landið er um helmingi minna að flatarmáli en Ísland eða rétt rúmir 56 þúsund ferkílómetrar. Íbúarnir eru tæpar 4 milljónir. Landslag í Króatíu er fjölbreytt. Landið er á hinni láglendu Ungverjalandssléttu við landamæri Ungverjalands. Dínaralparnir skilja svo sléttuna frá Adríahafi þar sem sæbrött strandlengja Dalmatíu einkennist af dölum og löngum eyjum. Við Adríahafsströndina er mikill fjöldi eyja. Búið hefur verið á landsvæðinu sem við þekkjum nú sem Króatíu allt frá örófi alda. Saga þjóðarinnar nær því yfir langan tíma. Ef við lítum nær okkur í sögunni er nútímaríkið Króatía frekar ungt sem sjálfstætt ríki. Króatía tilheyrði áður Júgóslavíu en lýsti yfir sjálfstæði þann 25. júní árið 1991. Helstu borgir landsins eru höfuðborgin Zagreb, þar sem búa um 700 þúsund manns, og borgirnar Split, Osijek, Rijeka og Dubrovnik í suðurhluta landsins. Sú síðastnefnda er ein af frægustu borgum Króatíu og hefur um langan tíma verið mjög vinsæll ferðamannastaður. Borgin skemmdist mikið í sprengjuárásum Serba árið 1991 í Júgóslavíustríðinu. Serbar sátu um borgina í sjö mánuði. Frá því að friður komst á að nýju hefur mikið uppbyggingarstarf verið unnið í Dubrovnik í samvinnu við UNESCO, eina af stofnunum Sameinuðu þjóðanna, enda er borgin á heimsminjaskrá. Króatar eru um 90% af íbúum Króatíu. Í landinu búa einnig minnihlutahópar eins og Serbar, Þjóðverjar, Tékkar og sígaunar. Mikill meirihluti íbúanna er kaþólskur. Af Balkanlöndunum stendur efnahagur Króata einna best. Atvinnulífið er nokkuð fjölbreytt, Valletta Malta Stærð 316 km² Íbúafjöldi 600 þúsund Höfuðborg Valletta Tungumál maltneska Orðalisti Já – iva Nei – le Takk – grazzi Ég elska þig – jien inЋobbok Þjóðlegur matur Fiskipæ Kanínupottréttur Kýpur Stærð 9,251 km² Íbúafjöldi 1,4 milljón Höfuðborg Nicósía Tungumál tyrkneska/gríska Orðalisti Já – evet / nai Nei – hayir/ ochi Takk – teşekkürler/ efcharisto Ég elska þig – seni seviyorum/s´agapo Þjóðlegur matur Maze – eftirréttur Kryddaður lambapottréttur með sítrónu • Hæsta skráða hitastig í Evrópu var 50 °C í Sevilla á Spáni, mælt 4. ágúst 1881.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=