Evrópa

7 Landslag Evrópu Landslag í Evrópu er mjög fjölbreytt. Vogskornar strandlengjur, háir fjallgarðar, mörg innhöf, eyjar og skagar eru einkennandi í vestri og suðri og miklar meginlandssléttur í austri. Það tímabil sem öðrum fremur mótaði landslagið í Evrópu var ísöld. Ísaldarjökullinn huldi stóran hluta álfunnar í langan tíma. Síðasta ísöld hófst fyrir um þremur milljónum ára og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar yfir Bretland og allt suður til Þýskalands. Ísland og núverandi landgrunn þess var þá jökli hulið. Svo mikið vatn var bundið í jöklum að sjávarborð stóð tugum metra neðar en nú. Ísöldinni, þar sem skiptust á kuldaskeið og hlýskeið, lauk fyrir um 10.000 árum. Mestu áhrif ísaldar má greina í norðanverðri álfunni. Firðir í Noregi eru t.d. myndaðir af skriðjöklum. Jökullinn ýtti sömuleiðis löndum niður eins og Svíþjóð og Finnlandi og þá lyftust önnur lönd upp eins og t.d. Holland. Þegar jökullinn bráðnaði byrjuðu þau svæði sem höfðu sigið niður undir jöklinum að rísa aftur og þau á jaðrinum, sem höfðu lyfst upp, tóku að síga. Vötnin í norðaustur Evrópu eru líka til orðin þar sem jökull mótaði landið, víkkaði lægðir og hlóð upp malarkömbum sem halda vötnunum í skefjum. Höf Evrópa er umlukin Barentshafi í norðri, Atlantshafi í vestri og Miðjarðarhafi í suðri. Í stóru höfunum er að finna fjölda strand- og innhafa. Stærstu innhöfin eru Miðjarðarhaf, Eystrasalt og Svartahaf. Meðal strandhafa má nefna Biscayaflóa, Norðursjó og Skagerrak. Lagt á Mont Blanc Á landamærum Ítalíu og Frakklands liggur hið tignarlega og háa fjall Mont Blanc. Einkum er lagt á fjallið frá tveimur stöðum, Chamonix sem er Frakklandsmegin og Courmayeur sem er Ítalíumegin. Fyrstu mennirnir sem vitað er til að hafi klifið Mont Blanc voru þeir Jacques Balmat og Michell Pacard árið 1786. Fyrsta konan til að klífa fjallið var Marie Paradis árið 1808. Meðal frægra manna sem klifið hafa Mont Blanc má nefna Theodore Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, sem kleif tindinn árið 1886. Í dag fara fjölmargir leiðangrar á tindinn á hverju ári en fjallið er langt frá því að vera hættulaust þótt vinsælt sé. Mont Blanc er ekki fyrir óvana fjallgöngumenn. Það er hættulegt að klífa fjöll þar sem von er á skriðuföllum eða snjóflóðum. Allra veðra er von og fjöldi manns hefur í gegnum tíðina slasast eða dáið á fjallinu. Heimsálfurnar 7 eru Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, NorðurAmeríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=