Evrópa

87 liggur vel við flugsamgöngum og á undan- förnum áratugum hafa menn lagt áherslu á að byggja upp samgöngukerfið, jafnt vegakerfi sem flugvelli. Flugumferð um flugvöll Móður Teresu í Tírana er alltaf að aukast og ferðamennska er vaxandi þjónustugrein. hópar hreiðruðu um sig í landinu og breyttu hlutum þess í miðstöð fyrir starfsemi eins og eiturlyfjasmygl og mansal. Hægt og rólega hafa stjórnvöld reynt að ná tökum á ástandinu þó enn sé töluvert langt í land. Albanir hafa ekki einungis þurft að glíma við sinn eigin vanda því í stríðsátökunum á Balkanskaga flúði um hálf milljón manna frá nágrannaríkinu Kosovó til Albaníu. Eitt stærsta verkefni Albana í dag er að jafna lífskjörin því auði í landinu er misskipt, bilið á milli þeirra sem eru mjög ríkir og fátækir hefur breikkað mikið eftir fall kommúnismans. Albanía, sem er tæplega einn þriðji af stærð Íslands, liggur að Adríahafi að vestan, Svartfjallalandi og Kosovó að norðan, Makedóníu að austan og Grikklandi að sunnan. Helstu borgir eru höfuðborgin Tírana, Shkodër, Durrës og Elbasan. Stærstur hluti landsins er hálendur. Eina láglendi landsins er með strönd Adríahafsins. Á landamærum Albaníu við nágrannaríkin eru þrjú dýpstu vötn Balkanskagans, Eitt þeirra, Ohridvatnið, er á skrá UNESCO vegna sjaldgæfs dýra- og plöntulífs. Yfir þriðjungur landsins er skógi vaxinn. Efnahagslíf Albana hefur fyrst og fremst byggst á landbúnaði sem einkum er stundaður á láglendinu. Helstu framleiðsluvörur eru hveiti, maís, tóbak, ólívur og fíkjur. Hálendar sveitir landsins eru nýttar til skóg- og kvikfjárræktar. Gamlar vatnsafls- virkjanir eru nýttar til að svara orkuþörf landsmanna en þær verða þó sífellt óhentugri vegna vaxandi þurrka í landinu og menn þurfa því að finna aðrar lausnir í orkumálum. Einhver, en lítil, vinnsla er á olíu og jarðgasi og einnig er kol, báxít og járngrýti unnið úr jörðu. Tækifæri Albana eru m.a. í verðmætum jarðefnum og jákvæðum, lýðræðislegum samskiptum við Evrópuþjóðir sem nú þegar eru að styrkjast. Albanska þjóðin er ung en um helmingur íbúanna er undir þrítugu. Menntunarstigið er hátt. Landið Albönsk nunna verður heimsþekkt Móðir Teresa var albönsk nunna sem alla sína starfsævi vann meðal fátækra í Kalkútta á Indlandi. Móðir Teresa fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1979 fyrir framlag sitt til mannúðarmála. Rómversk-kaþólska kirkjan hefur tekið fyrstu skrefin í þá átt að gera hana að dýrlingi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=