86 Tírana SUÐUR- EVRÓPA Albanía Albanía er ríki á vestanverðum Balkanskaga. Landið á sér mjög langa sögu sem rekja má allt aftur til Alexanders mikla. Víða eru merkir sögustaðir með rústum fornra bygginga. Albanska þjóðin á því rætur í ólíka menningarheima og skiptist trúarlega bæði í múslima og kristna. Þó skipa trúmál ekki stóran sess í lífi þjóðarinnar sem að hluta má rekja til þess að nánast alla 20. öldina voru trúarbrögð bönnuð, líkt og almennt gerðist í kommúnistaríkjum. Fólk af ólíkri trú býr því í sátt og samlyndi í Albaníu. Landið var um langa hríð eitt einangraðasta land Evrópu. Einræðisherrann Enver Hoxha réð þar ríkjum allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar og til dauðadags 11. apríl 1985. Í fyrstu voru Sovétmenn helstu bandamenn Albana en upp úr þeim tengslum slitnaði og stjórn Hoxha lagði áherslu á að efla tengsl sín við Kína. Margt breyttist til batnaðar, líkt og mennta- og heilbrigðiskerfið og jafnrétti kynjanna, en jafnframt var frelsi einstaklinga mjög skert. Menn nutu ekki almennra mannréttinda eins og trú- og skoðanafrelsis og þjóðin einangraðist sífellt meira. Stjórnvöld óttuðust mjög innrás í landið og létu byggja skotbyrgi um allt landið, alls um 750 þúsund byrgi fyrir rúmlega þriggja milljóna þjóð. Lífið var þó ekki slæmt í Albaníu á þessum tíma og meirihluti þjóðarinnar hafði fulla trú á því að þeirra stjórnarfar væri það rétta og þjóðinni fyrir bestu. Eftir andlát Hoxha slökuðu stjórnvöld smám saman á þeim ströngu reglum sem gilt höfðu í samskiptum við umheiminn. Landið opnaðist hægt og rólega og sagt var að í Albaníu tíunda áratugarins mætti finna Þyrnirós Evrópu, fallegt og ósnortið land sem hafði sín sterku sérkenni og heillandi framandleika. Kommúnistastjórnin féll í kosningum árið 1992 og með hraði var nánast öllum þeim hömlum sem höfðu verið á lífi fólks létt af. Skipulagðir glæpaAlbanía Stærð 29.000 km² Íbúafjöldi 2,8 milljónir Höfuðborg Tírana Tungumál albanska Orðalisti Já – po Nei – jo Takk – falemenderit shumë Ég elska þig – unë të dua Þjóðlegur matur Qofte – kjötbollur Í Albaníu má finna gríðarlegan fjölda skotbyrgja sem reist voru á sínum tíma vegna ótta við innrás í landið. Skopje Norður-Makedónía Stærð 25.000 km² Íbúafjöldi 1,8 milljón Höfuðborg Skopje Tungumál makedóníska/albanska Orðalisti Já – da nei – ne Takk – blagodaram Ég elska þig – te sakam/te lubam Unë të dua Þjóðlegur matur Baunapottréttur Fylltar paprikur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=