85 Í Evrópu hefur landbúnaður lengst verið stundaður á Balkanskaga. Byggðin er strjál og búa margir í smáþorpum í sveitum. Þar er aðallega stunduð geita- og sauðfjárrækt. Víða blasir við ofbeit og ofnýting lands og þá sérstaklega þar sem skógarhögg hefur verið mikið en miklir skógar eru í fjalllendi skagans. Skógarnir eru heimkynni margra dýrategunda. Á frjósömum sléttunum er ræktun svipuð og í öðrum Suður-Evrópuríkjum, hveiti, maís, vínviður, ólívur, ávextir og tóbak. Tæknivæðing í landbúnaði gengur hægt. Samgöngur á Balkanskaga eru víða erfiðar og hvergi eins góðar og í Vestur-Evrópu. Það er þó helst samgöngukerfið í Króatíu sem líkist því sem gerist vestar í álfunni. Í Balkanstríðinu urðu miklar skemmdir á samgöngu-, fjarskipta- og orkuflutningamannvirkjum. En í stríðum sem þessum eru flutningsleiðir og samgöngukerfi yfirleitt það fyrsta sem óvinurinn skemmir til að lama innri starfsemi samfélagsins. Á Balkanskaga finnst talsvert magn af verðmætum jarðefnum eins og olíu, jarðgasi og báxíti svo námugröftur er talsverður en atvinnulífið hefur hvergi náð sama styrk og var áður en stríðið skall á. Orkuþörf ríkjanna á skaganum er víða mætt með vatnsaflsvirkjunum þar sem vatnsföll fjallakeðjanna eru virkjuð. Á Balkanskaga hafa lífskjör verið með því lakasta sem þekkist í Evrópu. Allt horfir þó til betri vegar og er t.d. ferðaþjónusta í örum vexti. Eftir Balkanstríðin tóku Evrópuríkin og alþjóðasamfélagið höndum saman um að aðstoða við almenna uppbyggingu á skaganum og þá sérstaklega á þeim svæðum sem verst urðu úti. Belgrad Serbía Stærð 78.000 km² Íbúafjöldi 6,7 milljónir Höfuðborg Belgrad Tungumál serbíska Orðalisti Já – da Nei – ne Takk – hvala Ég elska þig – volim te Þjóðlegur matur Kryddaðar kjötbollur Baklava – kaka Podgorica Svartfjallaland Stærð 14.000 km² Íbúafjöldi 640 þúsund Höfuðborg Podgorica Tungumál serbíska Orðalisti Já – daw Nei – ne Takk – hvala Ég elska þig – volim te/ljubim te Þjóðlegur matur Lambakjöt soðið í mjólk Grænmetisréttur Sarajevó Bosnía- og Hersegóvína Stærð 51.000 km² Íbúafjöldi 3,2 milljónir Höfuðborg Sarajevó Tungumál bosníska/króatíska/serbíska Orðalisti Já – da Nei – ne Takk – hvala Ég elska þig – volim te Þjóðlegur matur Lonac – kjöt og grænmetis pottréttur Kebab
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=