84 SUÐUR- EVRÓPA ræða heldur nokkur aðskilin ríki sem héldu velli í mislangan tíma þar sem Júgóslavía kom alltaf fyrir í nafninu, Konungdæmið Júgóslavía, Lýðræðislega sambandið Júgóslavía, Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía og Sambandslýðveldið Júgóslavía. Þessi ríkjaskipan, sem var nokkurn veginn sú sama og við þekkjum í dag, hélt velli fram á síðasta áratug 20. aldar er ríki hennar kröfðust sjálfstæðis enda þjóðirnar sem þessi lönd byggja eins ólíkar og landslagið, hver með sína menningu, sögu og trú. Skaginn er hálendur og eru þar skilgreindar nokkrar fjallakeðjur, hinir rismiklu Dínaralpar að vestan, Pindusfjöll í Grikklandi og Rhodopifjöll og Balkanfjöll í Búlgaríu, þaðan sem skaginn dregur nafn sitt. Um miðjan norðanverðan skagann er láglenda og frjósama Ungverjalandssléttan. Á Bledvatninu í Slóveníu er falleg eyja með kirkju. Þangað er eingöngu róið á árabátum því bannað er að ferðast á vélbátum. Ljúblíana Slóvenía Stærð 20.000 km² Íbúafjöldi 2,1 milljónir Höfuðborg Ljúblíana Tungumál slóvenska Orðalisti Já – da Nei – ne Takk – hvala Ég elska þig – ljubim te Þjóðlegur matur Potica – rúlluterta Bled kaka Pristina Kosovó Stærð 11.000 km² Íbúafjöldi 1,7 milljónir Höfuðborg Pristina Tungumál albanska/serbíska Orðalisti Já – po Nei – jo Takk – faleminderit Ég elska þig – unë të dua/volim te Þjóðlegur matur Kartöfluréttir Baunaréttir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=