Evrópa

83 Balkanskagi Balkanskagi er landsvæði í Suðaustur-Evrópu. Norðurmörk skagans eru miðuð við árnar Dóná, Sava og Kupa. Að sunnan er skaginn umlukinn höfum. Adríahafi að vestan, Jónahafi, Eyjahafi og Marmara- hafi að sunnan og Svartahafi að austan. Löndin á Balkanskaga eru Króatía, Bosnía-Hersegóvína, Svartfjallaland, Serbía, Kosovó, Norður-Makedónía, Albanía, Grikkland, Búlgaría og að litlu leyti Rúmenía og Evrópuhluti Tyrklands. Á 18. og 19. öld var Balkanskagi meira og minna allur undir yfiráðum Tyrkja (Ottómanveldið) sem þá voru stórveldi. Í fyrri heimsstyrjöldinni (1914–1918) misstu þeir hins vegar öll tök og urðu til mörg ríki á skaganum sem fljótlega voru sameinuð í eitt ríki, Júgóslavíu. Ekki var alltaf um sömu Júgóslavíu að Á Grikklandi eru mörg falleg þorp byggð í klettóttum hlíðum. Aþena Grikkland Stærð 132.000 km² Íbúafjöldi 10 milljónir Höfuðborg Aþena Tungumál gríska Orðalisti Já – nai Nei – ochi Takk – efcharisto Ég elska þig – s´agapó Þjóðlegur matur Grískt salat Moussaka – grískur ofnréttur Kebab

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=