Evrópa

82 Ólympíuleikarnir Ólympíuleikarnir, ein mesta íþróttahátíð allra tíma, eru haldnir á fjögurra ára fresti. Skráða sögu leikanna má rekja allt aftur til ársins 776 f.Kr. til borgarinnar Olympia á Pelopsskaga í Grikklandi. Þó telja menn nánast víst að leikarnir hafi verið haldnir fyrir þann tíma. Á þessum tíma voru Grikkir herskáir og litu svo á að alhliða líkamsþjálfun væri nauðsynlegur undirSUÐUR- EVRÓPA Galíleó Galíleí Galíleó Galíleí (1564–1642) var Ítali, fæddur í borginni Pisa í Toscana-héraði. Hann var einn af frægustu raunvísindamönnum sinnar samtíðar. Hann uppgötvaði margt í eðlis- og stjörnufræði og var m.a. fylgjandi sólmiðjukenningu Kópernikusar sem gekk út á að sólin væri miðja sólkerfis okkar en ekki jörðin eins og vísinda- og trúarleiðtogar héldu fram á þessum tíma. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum og var Galíleó færður í fangageymslur fyrir að aðhyllast kenninguna. Nokkrum sinnum var hann kallaður fyrir dómara í Rannsóknarréttinum í Róm og dæmdur til að afneita sólmiðjukenningunni. Þessu fylgdi hann illa eftir. Galíleó tókst að smíða sjónauka sem hann beindi að himintunglunum. Hann uppgötvaði m.a. höf og fjöll á tunglinu og fjögur stærstu tungl Júpíters, sem kölluð eru Galíleó-tunglin. búningur hermennsku, enda íþróttir í hávegum hafðar í sjálfstæðum borgríkjum Grikkja. Síðustu skráðu Ólympíuleikar til forna voru 393 e.Kr. þegar Grikkir voru undir yfirráðum Rómverja. Á Ólympíuleikum til forna var einungis keppt í spretthlaupi. Síðar bættust við; hlaup, glíma, hnefaleikar, gífursglíma (sambland af glímu og hnefaleikum), fimmtarþraut, kerruakstur og kappreiðar. Árið 1894 voru Ólympíuleikarnir endurvaktir, af Frakkanum Pierre de Coubertin, og efnt til þeirra fyrstu árið 1896 í Aþenu. Á Ólympíuleikum nútímans hafa allar þjóðir heims tækifæri til að senda sína bestu íþróttamenn til keppni. Leikarnir eru haldnir í hinum ýmsu borgum heimsins og eru keppnisgreinar fjölda margar eins og við þekkjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=