81 Páfagarður Seinni heimsstyrjöldin var vendipunktur í efnahags- og atvinnulífi Ítalíu. Þó iðnaður hafi verið byrjaður að þróast var einkum stundaður landbúnaður fyrir stríð. Síðan hefur iðnaður og þjónusta vaxið hröðum skrefum, einkum í norðurhluta landsins. Borgin Mílanó í Pódalnum er miðstöð háþróaðrar iðnaðarframleiðslu. Borgirnar Tórínó og Genúa eru einnig miklar iðnaðarborgir. Helstu iðngreinar eru hátækniiðnaður, flugvéla- og bílaiðnaður og textíliðnaður. Fjármálastarfsemi er talsverð í norðurhlutanum og ferðaþjónusta er mikilvæg atvinnugrein um allan skagann. Þekkt vörumerki eru Fiat, Ferrari, Armani, Max Mara og Parmesan svo eitthvað sé nefnt. Ítalir eru einnig þekktir fyrir pasta og pitsur og má telja fullvíst að Ítalía sé vagga þeirra matarhefða. Uppistaðan í þessum mat er hveiti. Dæmigerð ítölsk pitsa er afar þunn með litlu áleggi. Pasta er búið til úr hveiti, eggjum og vatni. Samgöngur á Ítalíu eru góðar. Landshlutarnir eru vel tengdir vegum og járnbrautum. Flugsamgöngur eru góðar sem og siglingar. Lega landsins í Miðjarðarhafinu undirstrikar þá miklu siglingaþjóð sem Ítalir hafa verið í gegnum aldirnar. Ítalíuskagi (Appennínaskagi), sem skagar langt út í Miðjarðarhafið, er myndaður við árekstur tveggja jarðskorpufleka, Afríku- og Evrasíuflekanna. Fyrir vikið eru jarðskjálftar og eldgos tíð og eru þarna ein virkustu eldfjöll Evrópu, Etna og Vesúvíus. Á skaganum liggur Ítalía eins og nafnið gefur til kynna og smáríkin tvö, San Marínó, sem hefur verið sjálfstætt allt frá dögum Rómverja eða frá um 400 e.Kr., og Vatíkanið (Páfagarður) þar sem páfinn hefur aðsetur sitt og er jafnframt minnsta sjálfstæða ríki heims. Tvær stærstu eyjarnar í Miðjarðarhafi, Sikiley og Sardinía, tilheyra einnig Ítalíu. Íbúar skagans eru um 60 milljón. Skaginn er fjalllendur þar sem Alpafjöllin liggja á landamærunum við Frakkland og Sviss og Dólómítafjöllin við landamærin að Austurríki. Eftir endilöngum skaganum liggja Appennínafjöll. Afmörkuð höf umhverfis skagann og eyjarnar tvær eru nokkur. Adríahaf liggur austan við skagann, Jónahaf í suðaustri, Tyrrenahaf í suðvestri og Lígúríuhaf norðan við eyjuna Korsíku. Mesta láglendi skagans er hinn frjósami Pódalur sem myndaður er af framburði árinnar Pó og þverám hennar sem renna úr hlíðum fjallanna í kring í átt til Adríahafsins. Dalurinn sem áður var hluti af Adríahafi fylltist smám saman af möl, sandi og leir sem barst með ánum ofan úr Ölpunum. Önnur þekkt fljót á Ítalíuskaganum eru Arnó og Tíberfljót sem rennur í gegnum höfuðborg Ítalíu, Róm. Stærstu borgir auk Rómar eru Mílanó, Tórínó, Flórens, Genúa, Feneyjar, Napólí, Barí og Palermo á Sikiley. Landbúnaður hefur alltaf verið mikið stundaður á Ítalíuskaga. Í norðurhlutanum hefur hann þróast mun hraðar en í suðurhlutanum þar sem hann er enn frekar gamaldags. Bestu ræktarlöndin eru í Pódalnum. Helstu landbúnaðarafurðir þar eru hveiti, hrísgrjón, maís og aðrar korntegundir og nautgriparækt. Í suðurhlutanum er ræktaður vínviður, ólívur, grænmeti, sítrusávextir og tóbak. Páfagarður/Vatikanið Stærð 0,44 km² Íbúafjöldi 764 Tungumál ítalska Orðalisti Já – sì Nei – no Takk – grazie Ég elska þig – ti amo
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=