Evrópa

80 Róm SUÐUR- EVRÓPA Ítalíuskagi Á öldum áður var Ítalía ekki til sem sjálfstætt ríki heldur ríktu þar mörg sjálfstæð borgríki. Eitt slíkt borgríki myndaðist í Róm, Rómaveldi. Þetta upphaflega borgríki varð hins vegar afar voldugt og varð síðar að heimsveldi. Rómaveldi var víðlendast á 2. öld e.Kr. Ítalía eins og við þekkjum hana í dag varð til við sameiningu borgríkjanna árið 1861. Samkeppni á milli borgríkjanna leiddi m.a. til þeirra stórvirkja í byggingum og listum sem raun ber vitni en framlag Ítalíu til heimsmenningarinnar hefur verið gríðarlega mikið. Þarna var t.d. miðpunktur Rómaveldis eins og áður sagði og í Páfagarði, sem er í Rómaborg, var og er höfuð hins rómversk-kaþólska heims. Á Ítalíu eru varðveittar flestar minjar sem eru á Heimsminjaskrá UNESCO. Ítalía Stærð 301.000 km² Íbúafjöldi 60 milljónir Höfuðborg Róm Tungumál ítalska Orðalisti Já – sì Nei – no Takk – grazie Ég elska þig – ti amo Þjóðlegur matur Pasta Pitsa Kálfakjöt Ís Skakki turninn í Pisa á Ítalíu er frístandandi klukkuturn. Undirstöður hans gáfu sig fljótlega eftir að byggingu hans lauk árið 1173. San Marínó San Marínó Stærð 61.2 km² Íbúafjöldi 34 þúsund Höfuðborg San Marínó Tungumál ítalska Orðalisti Já – sì Nei – no Takk – grazie Ég elska þig – ti amo Þjóðlegur matur Faggioli con le cotiche – pastaréttur Cacciatello – kaka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=