79 Ferðast til Spánar Margir Íslendingar hafa sótt Spán heim enda hefur landið um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í fríum. Íslendingar hafa einkum heimsótt eyjarnar Mallorca og Ibiza sem tilheyra Baleares-eykjaklasanum, Benidorm sem er lítill strandbær við borgina Alicante í Valencia-héraði, Costa del sol sem er ferðamannastaður rétt utan við Malagaborg í Andalúsíu-héraði og Kanaríeyjar sem er klasi tíu eyja undan vesturströnd Afríku. Meirihluti íbúa Spánar býr einmitt á strandsvæðunum. Að vísu er íbúaþéttleikinn líka nokkur í kringum Madríd uppi á miðhásléttunni en önnur svæði eru strjálbýlli. Spánverjar eru líka fjölmenn þjóð, eða um 48 milljónir, og landið er rétt tæplega fimm sinnum stærra en Ísland. Margir innflytjendur koma til Spánar, bæði vegna nálægðar landsins við Afríku en einnig vegna tengsla þess við fyrrum nýlendur sínar í Suður- og Mið-Ameríku. Í dag eru um 12% íbúa Spánar innflytjendur. eins og orðið ojalá sem þýðir vonandi og er notað í trúarbænum múslima. Spánn eins og við þekkjum landið í dag sameinaðist undir stjórn konungshjónanna Isabellu og Ferdinands á seinni hluta 15. aldar. Baráttunni um yfirráð yfir Spáni var þó langt frá því að vera lokið með stjórn þeirra því Frakkar áttu eftir að seilast til valda á tímum Napóleons Bonaparte. Blóðugt borgara- stríð var háð í landinu á árunum 1936–1939 og í kjölfar þess stýrði einræðisherrann Franco landinu með harðri hendi frá 1939–1975 þegar Juan Carlos varð konungur og endurreisti lýðræði í landinu. Saga Spánar er bæði spennandi og löng því talið er að fyrstu mennirnir sem bjuggu í Evrópu hafi einmitt búið á Spáni og komið þangað frá Afríku. Þessa ályktun má draga af mannabeinafundi fornleifafræðinga nálægt borginni Burgos árið 1994 en beinin eru talin vera um 780.000 ára gömul. Milljónir ferðamanna koma árlega til Spánar til að sóla sig á ströndinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=