78 Mónakó SUÐUR- EVRÓPA Spánn Eins og áður sagði er Spánn stærsta land Íberíuskagans. Spánverjar eru fjölbreytt þjóð sem talar fjögur tungumál: spænsku (castillano), katalónsku, basknesku og gallísku. Tvær fjölmennustu borgir landsins tilheyra sitthvoru málsvæðinu. Í höfuðborginni Madríd, þar sem búa um sjö milljónir manna, er töluð spænska en í Barcelona, þar sem búa um fimm milljónir manna, er töluð katalónska. Spánverjar eiga sér langa og merkilega sögu. Landinu hefur verið stjórnað af ýmsum valdherrum og má sjá þess merki bæði í sögu og menningu. Fönikíumenn tóku sér þar búsetu og reistu miklar borgir. Í kjölfar þeirra komu Rómverjar sem öðrum fremur settu mark sitt á landið með menningu sinni og tungu. Á 8. öld ríktu márar á Spáni. Þeir komu frá Norður Afríku og voru múslimar. Víða um Spán, þó einkum í suðurhlutanum, má sjá merki um valdatíð þeirra, t.d. Alhambrahöllina í Granada. Einnig eru til orð í spænskunni sem rekja má beint til mára, Mónakó Stærð 2 km² Íbúafjöldi 40 þúsund Höfuðborg Mónakó Tungumál franska Orðalisti Já – oui Nei – non Takk – merci Ég elska þig – je t’aime Þjóðlegur matur Gæsalifur Stocafi – þorskur Socca – pönnukökur Alhambrahöllin í Granada á Spáni er glæsibygging frá tímum mára. Höllin gnæfir yfir borgina og nágrenni svo auðvelt var að verjast óvinaher frá henni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=