Evrópa

77 Á Íberíuskaganum renna mörg fljót. Einna stærst er Ebrófljótið sem liðast um 928 km leið frá upptökum sínum í Kantabríufjöllum til Miðjarðarhafsins, þar sem hún rennur til sjávar. Í öllum löndum skagans er ferðamennska mikilvæg atvinnugrein og því þurfa samgöngur á milli staða og landa að vera góðar. Flugsamgöngur til allra landanna eru miklar, þar er öflugt vega- og lestakerfi. Ferjur ganga á milli Íberíuskaga og Ítalíuskaga og einnig er mikið um siglingar til eyjanna í Miðjarðarhafinu, til Madeira (eyja í Atlantshafi sem tilheyrir Portúgal), til Kanaríeyja (eyjar undan vesturströnd Afríku sem tilheyra Spáni) og yfir til Afríku, bæði til Marokkó og Alsír. Flamengó Flamengó er allt í senn, söngur, dans og gítarspil. Þetta listform á rætur sínar að rekja til Andalúsíu- héraðs syðst á Spáni og er sambland af menningaráhrifum frá gyðingum, márum og sígaunum. Seiðandi hrynjandinn er eitt af einkennum Spánar. Flamengó á sér yfir 500 ára sögu. Þó er ekki langt síðan heimsbyggðin kynntist ástríðum flamengósins á sólarströndum og öðrum viðkomustöðum ferðamanna í landinu, einkum á Suður-Spáni. Andorra Andorra Stærð 468 km² Íbúafjöldi 83 þúsund Höfuðborg Andorra la Vella Tungumál katalónska Orðalisti Já – sí Nei – no Takk – gràcies Ég elska þig – t’estimo Þjóðlegur matur Coques – kryddaðar flatkökur Eggjakaka með sveppum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=