Evrópa

76 Madríd Lissabon SUÐUR- EVRÓPA Íberíuskagi Á Íberíuskaganum, sem líka kallast Pýreneaskagi, eru ríkin Portúgal, Spánn, Andorra og Gíbraltar (tilheyrir Bretlandi) auk þess sem lítill hluti Frakklands er í raun á Íberíuskaga. Langstærstur hluti skagans tilheyrir Spáni, rúmlega fjórir fimmtu hlutar hans, þar á eftir kemur Portúgal sem þekur tæplega einn fimmta hluta skagans. Í norðausturhlutanum kljúfa Pýreneafjöllin skagann frá meginlandi Evrópu. Suður af fjallgarðinum teygir skaginn sig svo langleiðina til Afríku. Aðeins Gíbraltarsund, um 14 km breitt, skilur Íberíuskagann frá Afríku. Á Íberíuskaganum er að finna mikla hásléttu, sem nær frá Kantabríufjöllum í norðri til Sierra Morena í suðri. Á sunnanverðum skaganum trónir hæsti tindurinn, Mulhacén í Sierra Nevada-fjallgarðinum, 3481 metra hár. Þarna er stundaður mikill landbúnaður, einkum korn-, hveiti- og byggrækt. Þar er að finna góð vínræktarsvæði og ávaxtarækt er einkum í suðurhlutanum. Við Miðjarðarhafið er mikil ólívurækt. Spánn Stærð 505.000 km² Íbúafjöldi 48 milljónir Höfuðborg Madríd Tungumál spænska Orðalisti Já – sí Nei – no Takk – gracias Ég elska þig – te quiero Þjóðlegur matur Paella – hrísgrjónaréttur með kjöti eða fiski Tapas ólíkir smáréttir Tortilla Portúgal Stærð 92.000 km² Íbúafjöldi 10,5 milljónir Höfuðborg Lissabon Tungumál portúgalska Orðalisti Já – sim Nei – não Takk – obrigado Ég elska þig – amo te Þjóðlegur matur Saltfiskur Sardínur Caldo verde – hvítkálssúpa Cozido – kjötpottréttur Nautaat á sér djúpar rætur í menningu Spánar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=