Evrópa

75 Tyrklands og eyríkin Malta og Kýpur. Kýpur er ekki landfræðilegur hluti Evrópu, heldur Asíu, en er oftast talið með Evrópuríkjum vegna stjórnmálalegra og menningarlegra tengsla. Löndin í Suður-Evrópu eru langt frá því að vera einsleit. Skoðum nú betur stóru skagana í suðurhlutanum; Íberíuskaga, Ítalíuskaga og Balkanskaga og löndin sem þar eru, til að átta okkur betur á sérkennum hvers og eins, hvað er líkt og hvað ólíkt. ´ Eftir að Spánverjar unnu síðasta vígi mára á Spáni árið 1492 var þeim ekkert að vanbúnaði að ráðast í frekari landvinninga. En Spánverjar og Portúgalar bjuggu á þessum tíma yfir mikilli þekkingu á skipasmíðum og siglingatækni, eins og notkun áttavita sem auðveldaði mönnum staðarákvörðun á hafi úti. Einnig höfðu þeir á að skipa bestu kortagerðarmönnum í heimi. Blómatími spænska heimsveldisins, sem var eitt af þeim stærstu í sögunni, stóð yfir í tæp 200 ár, frá árunum 1470 til 1650, og eru siglingar Kristófers Kólumbusar til Vestur-Indía (Ameríku) árið 1492 án efa upphafið að merkustu landvinningum einnar þjóðar fyrr og síðar. Um 1580 náði heimsveldið hápunkti sínum með yfirráðasvæðum í sex heimsálfum, en þá áttu Spánverjar líka her sem talinn var ósigrandi. Eftir Napóleonsstyrjaldirnar í upphafi 19. aldar, sem mörkuðu upphafið að endalokum heimsveldisins, hófu þjóðirnar í Mið- og Suður- Ameríku að krefjast sjálfstæðis. Spánverjar áttu erfitt með að berjast gegn þeirri kröfu sem leiddi til þess að verulega dró úr mætti þeirra í þessum heimshluta. Áhrif spænska heimsveldisins á fyrrum nýlendur sínar voru þó mjög mikil og eru enn í dag. Þar er töluð spænska og ríkjandi trúarbrögð eru rómversk-kaþólsk. Spánn 16. öld 17. og 18. öld Nýlendur Spánverja. Spænska heimsveldið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=