Evrópa

74 SUÐUR- EVRÓPA Suður-Evrópa Oft er talað um löndin í Suður-Evrópu sem Miðjarðarhafslöndin, enda liggja þau flest að Miðjarðar- hafinu og loftslagið sem þar ríkir er kennt við Miðjarðarhafið; Miðjarðarhafsloftslag. Þarna hafa merkir sögulegir atburðir átt sér stað og er oft talað um að þarna sé vagga vestrænnar menningar. Til Suður Evrópu teljast Portúgal, Spánn, Andorra, Mónakó, Ítalía, Vatíkanið, San Marínó, Slóvenía, Króatía, Bosnía-Hersegóvína, Serbía, Svartfjallaland, Kosovó, Norður-Makedónía, Albanía, Grikkland, Evrópuhluti • Syðsti tangi Evrópu er á eyjunni Gardos á Krít. Baskar eru lítið þjóðarbrot sem býr við Biscayaflóa, báðum megin við landamæri Spánar og Frakklands. Íbúafjöldinn er um 2,5 milljónir. Af þeim eiga um 750 þúsund manns basknesku að móðurmáli, mikill meirihluti Spánarmegin. Baskar hafa lengi barist fyrir sjálfstæði. Sérstaða Baska er án efa tungumál þeirra sem er ekki skylt neinu öðru tungumáli. Baskar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=