73 Moskva, er í Evrópuhluta landsins þar sem tveir þriðju hlutar Rússa búa. Í Evrópuhlutanum er einnig að finna Sankti Pétursborg og Kalíníngrad en það síðarnefnda er sjálfstjórnarhérað, ótengt Rússlandi, sem liggur á milli Litháen og Póllands en veitir Rússum mikilvægt aðgengi að Eystrasaltinu. Eitt frjósamasta landsvæði Rússlands liggur í Evrópu, frá Úkraínu til Úralfjalla, og kallast NorðurEvrópusléttan. Volga, lengsta fljót Evrópu, myndar einnig mjög frjósamt land og við bakka hennar má finna yfir 260 fuglategundir. Rússar geta ekki einungis státað sig af lengstu ánni því í Kákasusfjöllum er hæsti tindur Evrópu, Elbrús, sem er 5642 metra hár. Sankti Pétursborg Við Eystrasaltið er ein af fegurstu borgum Rússlands, Sankti Pétursborg. Það var Pétur mikli Rússakeisari sem lét reisa borgina í byrjun 18. aldar. Borgin var reist á miklu votlendi sem þurfti að sigrast á svo hægt væri að byggja hana upp. Pétri mikla þótti það þó þess virði því borgin var hernaðarlega mikilvæg og hefur allt frá þeim tíma verið kölluð gluggi Rússlands að vestrinu. Í gegnum borgina rennur áin Neva sem í raun skiptir borginni í tvo hluta. Þar má finna margar fallegar byggingar eins og Sumar- höllina og Vetrarhöllina sem báðar voru byggðar á tímum Péturs mikla. Borgin hefur heitið fleiri nöfnum. Mestan hluta 20. aldar hét hún Leníngrad, eftir miklum stjórnmálamanni í Rússlandi, en nafni hennar var aftur breytt í Sankti Pétursborg árið 1991. Í dag er borgin ein af stærri borgum Rússlands, með tæplega fimm milljónir íbúa, og hana heimsækir fjöldi ferðamanna á hverju ári til að kynna sér merka sögu hennar og skoða mikil-fenglegar byggingar frá tímum Péturs mikla. Moskva Rússland Stærð 17.075.000 km² Íbúafjöldi 144 milljónir Höfuðborg Moskva Tungumál rússneska Orðalisti Já – da Nei – njet Takk – spasíba Ég elska þig – ya tebya liubliu Þjóðlegur matur Borsjtj – rauðrófusúpa Kholodets – kjötpottréttur Fyllt egg
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=