Evrópa

71 Þegar við tölum um sögu Austur-Evrópu á 20. öldinni koma oft upp tvö hugtök sem heyra nú fortíðinni til, það fyrra er Sovétríkin og hið síðara er kalda stríðið. Sovétríkin voru sambandsríki sem stofnað var árið 1922. Þau voru kommúnistaríki með einn stjórnmálaflokk þar sem grundvallarmannréttindi eins og skoðana-, tjáningar-, ferða og trúfrelsi voru takmörkuð. Sovétríkin voru mikið hernaðarveldi og eftir heimsstyrjöldina síðari hófst mikil valdabarátta á milli þeirra og Bandaríkjanna sem nefnd hefur verið kalda stríðið, þrátt fyrir að þessar þjóðir væru bandamenn í seinni heimstyrjöldinni. Hugmyndir þessara tveggja þjóða um hvert væri besta stjórnarfyrirkomulagið voru mjög ólíkar og urðu til tvær ólíkar fylkingar. Í Vestur-Evrópu ríkti frelsi og urðu stjórnarhættir lýðræðislegir á meðan kúgun og alræði ríkti í Austur-Evrópu. Stórveldin tvö kepptu ekki einungis á sviði hugmyndafræði heldur hófu þau fljótlega vígbúnaðarkapphlaup þar sem bæði ríki komu sér upp Sovétríkin og kalda stríðið öflugu vopnabúri sem notað var til að ógna hinu. Samkeppni þessara tveggja ríkja um völd í heiminum varð til þess að Þýskalandi var skipt upp í tvö ríki, þ.e. Austur-Þýskaland sem var hallt undir Sovétríkin og Vestur-Þýskaland sem var hallt undir Bandaríkin. Í Berlín varð skiptingin milli þessara tveggja ólíku heima hvað sýnilegust er reistur var múr mitt í gegnum borgina sem skildi að austur- og vesturhluta hennar. Múrinn sem gekk undir nafninu Berlínarmúrinn var einnig tákn svokallaðs járntjalds sem var línan sem skildi á milli austurs og vesturs í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld og fram á tíunda áratuginn. Járntjaldið var tákngervingur ímyndaðra landamæra milli vestur- og austurhluta Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldar. Kalda stríðið var því í raun ekki hefðbundið stríð þar sem menn berjast í bardaga heldur stríð um hugmyndir og hver væri voldugri. Kalda stríðinu lauk ekki fyrr en með falli Sovétríkjanna árið 1991 en þá hafði Austur-Evrópa þegar hlotið frelsi undan stjórn kommúnista. Skopmynd þar sem grín er gert að vígbúnaðarkapphlaupinu milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna þar sem Sámur frændi og rússneski björninn kljást.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=