Evrópa

70 AUSTUR- EVRÓPA Stærsti minnihlutahópur Evrópu er Rómafólk, sem áður kallaðist sígaunar og telur nokkrar milljónir. Tölur allt frá 2–8 milljónir heyrast þegar meta á fjölda þess en ástæða þess að talan er svo óljós er að Rómafólk hefur fæst fasta búsetu og er því sjaldnast talið með í manntali Evrópuþjóða. Rómafólk á uppruna sinn að rekja til Indlands en kom til Evrópu á 14. öld. Nú á dögum eru flestir hópar þess í löndum Austur-Evrópu en búa þó um alla álfuna. Rómafólk hefur löngum mátt sæta ofsóknum og hefur flökkulíf þess oft valdið árekstrum við íbúa þeirra svæða sem það flakkar um. Allt frá því það kom fyrst til Evrópu hefur það átt á brattann að sækja og þurft að þola fordóma, ofsóknir, þrældóm og þjóðarmorð. Enn þann dag í dag sætir Rómafólk um alla Evrópu ofsóknum og baráttu þess fyrir grunnmannréttindum er engan veginn lokið. Menning og saga þessara hópa hefur upp á margt að bjóða og er skemmtileg viðbót við fjölbreytt menningarlíf Evrópu. Einna þekktast er Rómafólk fyrir tónlist sína sem hefur sérstakan blæ en tónlistin hefur að sjálfsögðu þróast og blandast hinum ýmsu tónlistarstefnum Evrópu á þeim langa tíma sem Rómafólk hefur búið í álfunni. Á flakki um Evrópu Búkarest Rúmenía Stærð 238.000 km² Íbúafjöldi 19 milljónir Höfuðborg Búkarest Tungumál rúmenska Orðalisti Já – da Nei – nu Takk – mulţumesc Ég elska þig – te iubesc Þjóðlegur matur Militei – kryddpylsa Tocanita – kjötpottréttur Muschi poiana – nautakjöt • Stærsta ríki Evrópu og heims er Rússland, um 17 milljón km². • Lengsta fljót Evrópu er Volga, um 3700 km. Rómastúlkurnar á myndinni klæðast litríkum fatnaði sem einkennt hefur menningu þeirra. Á kortinu má sjá dreifingu Rómafólks um Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=