69 kenndu sjálfstæði þeirra. Íslendingar voru meðal fyrstu þjóða til að viðurkenna sjálfstæði þessara þriggja ríkja við Eystrasaltið og í tilviki Lettlands vorum við fyrsta þjóðin sem opinberlega viðurkenndi sjálfstæði landsins. Nyrst af Eystrasaltslöndunum er Eistland sem hefur ekki bara verið undir stjórn Sovétríkjanna því í sögu þess hafa Danir, Svíar, Pólverjar og Rússar ríkt yfir landinu. Í Eistlandi er töluð eistneska (um 75%) sem er skyld finnsku. Einnig hefur fjöldi íbúa landsins rússnesku að móðurmáli (um 25%). Landið er skógi vaxið og þar er að finna fjölda smárra vatna, en talið er að vötnin í Eistlandi séu um 1.400 talsins. Fjöldi eyja sem tilheyra Eistlandi er líka mikill eða um 1.500. Eystrasaltslöndin eru skógi vaxin því í heildina þekur skógur þriðjung af landsvæði þeirra. Þau eru líka öll láglend og þar er stundaður mikill nautgripa- og svínabúskapur og fjölbreytt jarðrækt eins og hör-, kartöflu- og grænmetisrækt. Ekkert Eystrasaltsríkjanna er auðugt af auðlindum og því mikilvægt fyrir þau að nýta sér alla þá möguleika sem bjóðast og byggja afkomu sína á fjölbreyttu atvinnulífi. Næst fyrir sunnan Eistland er Lettland. Þar er hafnar- borgin Ríga sem jafnframt er höfuðborgin og stærsta borg Eystrasaltsríkjanna þriggja. Í Ríga má finna skemmtilega samsetningu af gömlum og nýstárlegum bygginum og þar iðar allt af lífi og menningu. Í Lettlandi er töluð lettneska en þjóðin er þó mjög blönduð þar sem Lettar um 60% og Rússar 25%. Þar eru einnig stórir hópar Hvít-Rússa, Úkraínumanna, Pólverja og Litháa. Það má því segja að í Lettlandi sé suðupottur menningar og svo hefur verið í langan tíma. Syðsta land Eystrasaltsríkjanna er Litháen. Þar er íbúasamsetningin ekki eins fjölbreytt og hjá nágrannaríkinu en um 85% íbúanna eru Litháar og tala litháísku. Í höfuðborginni Vilníus er starfræktur einn elsti háskóli Evrópu. Ríga Lettland Stærð 65.000 km² Íbúafjöldi 1,9 milljónir Höfuðborg Ríga Tungumál lettneska og rússneska Orðalisti Já – jā Nei – nē ne Takk – paldies Ég elska þig – es tevi miílu Þjóðlegur matur Gúllasréttir Rasols – kartöflusalat Vilníus Litháen Stærð 65.000 km² Íbúafjöldi 2,8 milljónir Höfuðborg Vilníus Tungumál litháíska Orðalisti Já – taip Nei – ne Takk – ačiū Ég elska þig – aš tave myliu Þjóðlegur matur Pönnukökur Duona – rúgbrauð Mësa – svínakjötréttur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=