Evrópa

68 AUSTUR- EVRÓPA Eystrasaltsríkin Við Eystrasalt liggja níu lönd en þegar talað er um Eystrasaltsríkin er átt við þrjú þessara landa: Eistland, Lettland og Litháen. Þessi lönd eiga það sameiginlegt að hafa öll hlotið sjálfstæði frá Rússum árið 1918 og tapað því síðar með innlimun í Sovétríkin. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur lýstu þau svo yfir sjálfstæði, hvert á fætur öðru, árið 1991. Í dag eru þessi þrjú ríki sjálfstæð lýðræðisríki og öll eru þau meðlimir bæði í Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. En þrátt fyrir sameiginlega sögu eru löndin ólík og tala íbúarnir t.d. ólík tungumál sem eru af tveimur ólíkum stofnum. Þegar löndin lýstu yfir sjálfstæði við fall kommúnismans í Austur- Evrópu var þeim mikilvægt að önnur lönd viðurÍ Eystrasaltslöndum er mikið af skartgripum unnið úr rafi, en raf er steingerð trjákvoða, gul eða brúnleit á lit sem rann úr barrtrjám í Eystrasaltslöndum fyrir ísöld. Tallinn Eistland Stærð 45.000 km² Íbúafjöldi 1,4 milljónir Höfuðborg Tallinn Tungumál eistneska/rússneska Orðalisti Já – jah Nei – ei Takk – aitäh Ég elska þig – ma armastan sind Þjóðlegur matur Verivorst – svört pylsa Mulgikapsad – svínakjöt með súrkáli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=