5 Notkun gervihnattamynda í kortagerð hefur vaxið hratt. Fyrsta gervitunglið til að safna landupp- lýsingum til að vinna með í kortagerð fór á loft 1972. Var það bandarískt og hét Landsat 1. Síðan hefur miklum fjölda tungla verið komið á sporbraut umhverfis jörðu til að afla ýmissa upplýsinga. Gervitunglin svífa í mismikilli hæð yfir jörðu, allt frá 900–36.000 km. Tækin í gervitunglunum eru ekki venjulegar myndavélar heldur sérstakir skannar sem safna upplýsingum. Upplýsingarnar eru síðan sendar til jarðar þar sem unnið er úr þeim. Fjarkönnun hefur hjálpað mönnum að fylgjast með örum breytingum á yfirborði jarðar. Það er t.d. hægt að fylgjast með stækkun eyðimarka, brautum fellibylja, eyðingu regnskóga og umhverfisbreytingum sem er mjög mikilvægt í ljósi sívaxandi umhverfisvandamála. Að þekkja áttirnar Höfuðáttirnar fjórar eru norður, suður, vestur og austur. Ef við hugsum okkur hring (360°) samsvara höfuðáttirnar efirfarandi gráðum á áttavita, norður 0°, austur 90°, suður 180° og vestur 270°. Á hefðbundnu korti er norður því alltaf upp, suður niður, vestur til vinstri og austur til hægri. Á milli höfuðáttanna eru milliáttir sem hafa nöfn, eins og suðvestur SV, norðaustur NV o.s.frv. Nauðsynlegt er að þekkja áttirnar og kunna á áttavita þar sem auðvelt er að villast. Áttaviti og kort eru nauðsynleg tæki t.d. sjómanna og þeirra sem ferðast um óbyggðir. GPS–tæki, sem miðar staðsetningu tækisins út frá a.m.k. þremur gervihnöttum, eru orðin algeng leiðsagnartæki en þau sameina landakort og áttavita. Hvað sýnir þessi gervitunglamynd af Evrópu okkur? Berðu hana saman við handteiknaða kortið á bls. 4. Er einhver munur á útlínum landa?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=