Evrópa

67 mikil breyting frá því fyrir stríð sem á þó sínar sögulegu skýringar. Pólland var á dögum kalda stríðsins á áhrifasvæði Sovétríkjanna en árið 1990 var ungur rafvirki, Lech Walesa að nafni sem fór fyrir stjórnmálasamtökum sem kölluðust Samstaða, kjörinn forseti landsins. Barátta Samstöðu fyrir lýðræðisumbótum hratt af stað keðjuverkandi áhrifum sem ollu m.a. falli kommúnismans í Austur-Evrópu og mótaði þann hluta álfunnar eins og við þekkjum hana núna. Í dag hafa orðið miklar umbætur í Póllandi, landið er gengið í Evrópusambandið, þar fer efnahagur landsmanna og lífskjör batnandi. Allt stefnir í að Pólverjar verði leiðandi í matvælaframleiðslu innan Evrópusambandsins og möguleikar þeirra í framtíðinni eru miklir. Sofía Búlgaría Stærð 111.000 km² Íbúafjöldi 6,7 milljónir Höfuðborg Sofía Tungumál búlgarska Orðalisti Já – da Nei – ne Takk – blagodanje Ég elska þig – obicham te Þjóðlegur matur Banitza – ostaréttur Shopska salata – grænmetissalat Bob chorba – baunasúpa Búdapest Ungverjaland Stærð 93.000 km² Íbúafjöldi 9,7 milljónir Höfuðborg Búdapest Tungumál ungverska Orðalisti Já – igen Nei – nem Takk – köszönöm Ég elska þig – szeretlek te’ged Þjóðlegur matur Ungversk gúllassúpa Halászlé – fiskisúpa • Ladogavatn í Rússlandi er stærsta stöðuvatn Evrópu, 18.300 km². • Lægsta skráða hitastig í Evrópu er –55 °C, mælt í Síberíu í Rússlandi. Glaðlegir eldri borgarar frá Transylvaníu í Rúmeníu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=