Evrópa

66 AUSTUR- EVRÓPA Varsjá mynduð á ísöld. Sendin sjávarsíðan, Pommern, teygir sig meira en 500 kílómetra með fram Eystrasaltinu. Í suðurhlutanum eru Karpatafjöll þar sem áin Visla á upptök sín en hún rennur um víðáttumiklar frjósamar sléttur Póllands og fellur að lokum í Eystrasalt. Í suðurhlutanum má líka finna eyðimörk, sem heitir Bledów, sem myndaðist fyrir þúsundum ára þegar ísaldarjökullinn hopaði. Umfram allt er Pólland þó frjósamt land og er stundaður þar mikill landbúnaður. Sumrin eru hlý en veturnir kaldir, dæmigert meginlandsloftslag. Pólverjar eru fjölmenn þjóð eða tæpar 40 milljónir á landsvæði sem er þrisvar sinnum stærra en Ísland. Höfuðborgin er Varsjá. Aðrar fjölmennar borgir eru Kraków, Poznan, Wroclaw, Lódz og Gdansk. Mikill meirihluti þjóðarinnar, um 90%, er kaþólskur sem er Pólland Pólland á sér langa og mikla sögu sem nær allt aftur á miðja 10. öld. Landið hefur lotið stjórn hinna ýmsu ríkja eins og Rússlands, Prússlands og Austurríkis. Pólverjar hlutu þó sjálfstæði árið 1918 sem varði raunar ekki lengi því að í seinni heimsstyrjöldinni réðust bæði Þjóðverjar og Sovétmenn inn í landið. Í Póllandi voru mikil átök öll styrjaldarárin en víglínan milli Þýskalands og Sovétríkjanna lá þar mest allan tímann. Pólverjar þurftu að þola mikið mannfall í styrjöldinni, einkum voru það pólskir gyðingar sem urðu illa úti en þeim fækkaði úr þremur milljónum fyrir stríð niður í 300 þúsund að loknu stríði. Alls féllu sex milljónir Pólverja í þessum hildarleik, fleiri en nokkur önnur þjóð þurfti að þola. Í Póllandi er að finna fjölbreytt landslag. Þar eru yfir 10 þúsund vötn, langflest í norðurhluta landsins, Pólland Stærð 313.000 km² Íbúafjöldi 38,2 milljónir Höfuðborg Varsjá Tungumál pólska Orðalisti Já – tak Nei – nie Takk – dziękuję Ég elska þig – kocham cię Þjóðlegur matur Bigos – kjötpottréttur Pierogi – fyllt andabringa Í þessum sal, í saltnámunum nærri Kraków í Póllandi, sem höggvinn var út á árunum 1895–1920 er kapella þar sem allt er úr salti, líka ljósakrónurnar. Námurnar eru á heimsminjaskrá UNESCO.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=