Evrópa

65 Prag Vegna miðstýrðra stjórnarhátta urðu mörg svæði áhrifalítil á pólitískum vettvangi sem leiddi til þess vandræðaástands sem víða blasir við í úreltum iðnaði, lélegri samfélagsþjónustu, vanrækslu í umhverfismálum og takmörkuðum samgöngum. Með lýðræðislegri stjórnarháttum horfir allt til betri vegar. Þungaiðnaður er enn í dag einn mikilvægasti þáttur atvinnulífsins á meðan meiri áhersla hefur verið lögð á þjónustuiðnað í Vestur-Evrópa. Helstu iðnaðarsvæði er að finna í Austur-Úkraínu og um miðbik Rússlands. Að ofantöldu má ljóst vera að gríðarmikil tækifæri blasa við Austur-Evrópu. Tækifærin felast þó fyrst og fremst í lýðræðislegri og skilvirkari stjórnarháttum. Tékkland Stærð 79.000 km² Íbúafjöldi 10,6 milljónir Höfuðborg Prag Tungumál tékkneska Orðalisti Já – ano Nei – ne Takk – Dêkuji Ég elska þig – miluji te Þjóðlegur matur Kartöflubollur Kure Na Paprice – kjúklingaréttur Bramboraky – kartöflupönnukökur Keðjubrúin í Búdapest er ein þeirra brúa sem sameinar borgarhlutana Buda og Pest. Bratislava Slóvakía Stærð 49.000 km² Íbúafjöldi 5,5 milljónir Höfuðborg Bratislava Tungumál slóvakíska Orðalisti Já – áno Nei – nie Takk – dakujem Ég elska þig – lubim ta Þjóðlegur matur Halusky – kjötréttur Snitsel með súrkáli • Hæsti tindur Evrópu er Elbrús í Kákasus- fjöllum í Rússlandi, 5642 metra hár. • Lægsti staður Evrópu er Kaspílægðin vestan við Kaspíhaf í Rússlandi, 28 metrum undir sjávarmáli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=