64 Kíev AUSTUR- EVRÓPA Austur-Evrópa í heild er mjög frjósöm og gefur því mikið af sér. Hin svarta mold Úkraínu sem oft er kölluð „matarkista Evrópu“ hefur gert bændum kleift að rækta margvíslegt korn og grænmeti sem flutt er til Vestur-Evrópu. Í Búlgaríu, Rúmeníu og Moldóvu hafa menn svipaða sögu að segja og rækta líka tóbak, vínber, sólblóm og rósir. Í Eystrasaltsríkjunum og Hvíta-Rússlandi er mikið um nautgripa- og svínarækt, og skógarhögg eins og í norðurhluta Rússlands. Í suðurhluta Rússlands er hins vegar meiri jarðrækt og þá helst kornrækt og ræktun jarðávaxta. Svarta moldin Á sléttunum miklu í austri eru ein bestu ræktar- lönd Evrópu. Svarta moldin svokallaða er fokjarðvegur sem myndaðist á ísöld. Þá var jörðin auð á stórum svæðum í grennd við jökulinn. Stöðugir vindar blésu af jöklinum og feyktu með sér fínkornóttum jarðvegi sem féll síðan til jarðar nokkru sunnar eða þar sem Úkraína er nú. Úkraína Stærð 604.000 km² Íbúafjöldi 41 milljónir Höfuðborg Kíev (Kænugarður) Tungumál úkraínska Orðalisti Já – tak Nei – ni/nje Takk – dyakooyu Ég elska þig – ya tebya kahayu Þjóðlegur matur Kíev kjúklingur Borscht – rauðrófusúpa Rauðrófusúpa – Borsjtj Einn af einkennisréttum Austur-Evrópu er rauðrófusúpa. Súpan er ólík eftir því hvaðan hún kemur, frá Rússlandi, Póllandi, Litháen, Úkraínu eða Rúmeníu en á það sameiginlegt að megin uppistaðan eru rauðrófur. Í henni eru líka oftast kartöflur og laukur ásamt fleiri hráefnum. Súpan, sem áður var fátækramáltíð, þykir mjög ljúffeng og hefur hróður hennar borist um allan heim.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=