63 stoðum samfélaganna hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig og leitt til nokkurs pólitísks óstöðugleika og óróleika í samfélaginu. Víðáttumikið og flatt láglendi er einkennandi fyrir landslag í Austur-Evrópu og þar er að finna mikið af skipgengum fljótum. Helstu fljótin eru Dóná, Oder, Visla, Vestur- og Norður-Dvína, Dnestr, Dnepr, Don og Volga. Þarna eru ummerki ísaldarjökulsins víða sjáanleg; jökulsorfnar sléttur, jökulurðir og mörg vötn. Næstum eina fjalllendi þessa hluta eru Karpatafjöll og Transylvaníu-Alpar í Rúmeníu, Rhodopi- og Balkanfjöll í Búlgaríu og Kákasusfjöll syðst í Rússlandi. Grassteppur og skógar eru einkennandi fyrir gróður. Barrskógar norðar en laufskógar sunnar. Austur-Evrópa Austur-Evrópa nær frá Tékklandi í vestri til Rússlands í austri. Löndin sem mynda þennan hluta Evrópu eru Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Hvíta-Rússland, Úkraína, Moldóva og Rússland, risinn í austri. Austur-Evrópa hefur lengi haft nokkra sérstöðu meðal þjóða Evrópu. Sérstaðan felst einna helst í afleiðingum miðstýrðra stjórnarhátta í stað lýðræðislegri stjórnarhátta annars staðar í Evrópu. Því þróuðust atvinnuhættir, félagskerfi og menning á annan hátt en í vesturhluta Evrópu. Í dag er staða AusturEvrópu enn mjög bundin kommúnískri fortíð þeirra. Víða er þó verið að endurskipuleggja atvinnustarfsemi og laga hana að vestrænum mörkuðum. Þróun í átt til lýðræðis og endurskipulagning á grunnRauða torgið í Moskvu er hátíðasvæði borgarinnar. Torgið er á heimsminjaskrá UNESCO.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=