61 flutt út til Bretlands. Innflutningur jókst jafnframt frá Bretlandi en mest þó frá Bandaríkjunum sem fram að stríðinu hafði verið mjög lítill. Viðskipti við Norðurlönd lögðust nær af eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku og Noreg í apríl 1940. Íslendingar högnuðust vel á viðskiptum sínum við Breta og varð til meiri gjaldeyrisforði en Íslendingar hefðu getað látið sig dreyma um. Íslendingar högnuðust mjög á stríðsárunum og var oft minnst á þennan viðsnúning í atvinnulífi sem „blessað stríðið“ veitti okkur. Öll styrjaldarárin sigldu Íslendingar með fisk frá Íslandi til Bretlands. Mikill sjóhernaður fór fram á þessari siglingaleið. Þýskir kafbátar gerðu árásir á fjölda skipa og sökktu þeim. Megintilgangurinn var að koma í veg fyrir matarflutninga til Breta. Með skipunum fórust á bilinu 200–300 Íslendingar. Þegar færa þurfti breska herliðið til brýnni verkefna í Evrópu, sumarið 1941, voru Bandaríkjamenn beðnir að taka við vernd Íslands. Fram að þessu tóku þeir ekki beinan þátt í stríðinu en studdu Breta og Frakka. Fyrstu bandarísku hermennirnir stigu hér á land í júlí 1941. Lið þeirra var fjölmennara en Breta og þegar mest var er talið að um 50–60 þúsund hermenn, breskir og bandarískir, hafi verið í landinu. Íslendingar voru þá um 120 þúsund. Bandaríkjamenn voru mun betur vopnum búnir en Bretar, með ný og öflug vopn sem styrkti mjög varnir landsins. Langstærsti hluti hermannanna var á suðvesturhorninu. Fyrir stríð var aðalútflutningsvara Íslendinga fiskur og voru stærstu útflutningsmarkaðirnir á Spáni, í Portúgal og á Ítalíu. Á stríðsárunum jukust viðskipti við Breta og Bandaríkjamenn verulega. Var nú megnið af útflutningsafurðum Íslendinga Nýbyggingar rísa í braggahverfi á milli Flókagötu og Háteigsvegar í Reykjavík 1955–1965.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=