Evrópa

60 VESTUR-EVRÓPA var að loka útgönguleiðum úr Reykjavík. Því næst var þýski ræðismaðurinn handtekinn, sem og aðrir Þjóðverjar í Reykjavík, og á sama tíma var Landsímahúsið við Austurvöll hertekið, en þar var Landsímastöðin og Ríkisútvarpið til húsa. Lokað var fyrir öll símskeyti og símtöl út á land og til útlanda, og bannað að útvarpa. Á skömmum tíma byggðu Bretar sér hús til að búa í sem nefndust braggar. Þeir lögðu vegi og flugvelli, byggðu brýr, grófu skurði og sinntu annarri nauðsynlegri uppbyggingu. Fjöldi Íslendinga, í raun allir sem vettlingi gátu valdið, fengu vinnu sem tengdist komu hernámsliðsins. Þetta kom sér mjög vel þar sem atvinnuleysi hafði ríkt á Íslandi árin áður. Vinnan sem Íslendingarnir unnu fyrir breska herinn var kölluð „Bretavinna“ og var vel launuð. Stríðsárin á Íslandi Þann 10. maí 1940 sigldi fjöldi herskipa og herflutningaskipa inn á ytri höfnina í Reykjavík. Bretar voru komnir til að hernema Ísland. Áður en til hernámsins kom hafði breska ríkisstjórnin tilkynnt þeirri íslensku að hertaka Íslands væri nauðsynleg fyrir öryggi landsins og vildu Bretar koma í veg fyrir að Þjóðverjar yrðu fyrri til að hertaka landið. Ísland var á hernaðarlega mikilvægu svæði í baráttunni um Atlantshafið og ætluðu Bretar og bandamenn þeirra að tryggja sér hernaðaraðstöðu þar. Íslendingar mótmæltu hertökunni og vísuðu í hlutleysisstefnu Íslendinga. Þrátt fyrir hörð mótmæli ríkisstjórnarinnar bað forsætisráðherra landsins landsmenn að taka vel á móti gestunum. Landganga hermannanna, sem voru um 2000, gekk hratt fyrir sig og voru Íslendingar fengnir til að aðstoða við að koma hergögnum á land. Fyrsta verk breska hersins Ísland var hernumið af Bretum 10. maí 1940. Hermenn ganga fylktu liði fram hjá Alþingi Íslendinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=