59 fengu sömuleiðis til baka þau landsvæði sem Þjóðverjar höfðu tekið af þeim í upphafi stríðs. Þeir fengu að vísu meira landsvæði að vestanverðu en þeir áttu fyrir, en þurftu á móti að gefa eftir landsvæði til Sovétmanna að austanverðu. Landamærin voru breytt og Evrópa hafði en á ný hlotið nýja ásýnd. sínum við Stalín skipaði hann herdeildum sínum að ráðast á Sovétríkin. Þjóðverjar unnu auðvelda sigra í fyrstu. Svo gekk veturinn í garð og var hann einn sá harðasti á öldinni. Þessu var þýski herinn ekki viðbúinn og var hrakinn til baka. Sovétmenn gengu til liðs við bandamenn. Allt hafði gengið Þjóðverjum í hag, þar til nú. Þann 7. desember 1941 réðust Japanir, öllum að óvörum, á flotastöð Bandaríkjamanna í Pearl Harbour á Hawai í Kyrrahafi. Með þessari árás drógust Bandaríkjamenn inn í stríðið og var styrjöldin nú orðin raunveruleg heimsstyrjöld. Öxulveldin (Þýskaland, Ítalía og Japan) biðu nú æ fleiri ósigra fyrir bandamönnum (Bretum, Frökkum, Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum). Ítalía varð sigruð og var nú sótt að Þýskalandi úr öllum áttum. Í apríl 1945 tóku Sovétmenn Berlín. Hitler svipti sig lífi í neðanjarðarbyrgi sínu í Berlín 30. apríl 1945. Viku síðar gáfust Þjóðverjar upp. En Japanir neituðu að gefast upp. Bandamenn neyddu þá til uppgjafar og Bandaríkjamenn vörpuðu tveimur kjarnorkusprengjum á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan. Seinni heimsstyrjöldinni lauk með uppgjöf Japana í ágúst 1945. Eru þetta einu kjarnorkusprengjurnar sem notaðar hafa verið í styrjöldum og fórust hundruð þúsunda óbreyttra borgara. Mannfall í styrjöldinni var gífurlegt og eyðileggingin eftir því. Evrópa var í rústum. Talið er að á bilinu 50–70 milljón manna hafi farist og þar af 40–50 milljón óbreyttir borgarar. Í útrýmingarbúðum nasista er talið að um 5–6 milljón gyðingar hafi verið myrtir. Helsta einkenni styrjaldarinnar var öflugur loft- og sjóhernaður. Hreyfanleiki landhernaðar var mikill vegna öflugra sóknarvopna, skriðdreka og flugvéla. Í sjóhernaði voru stóru flugmóðurskipin og kafbátarnir skæðust. Sigurvegarar stríðsins skiptu Þýskalandi og höfuðborginni Berlín upp í fjögur hernámssvæði undir stjórn Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Sovétmanna. Pólverjar Innrásin í Normandí í Frakklandi 6. júní 1944. Kjarnorkusprengja var sprengd yfir Nagasaki í Japan 9. ágúst 1945.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=