58 VESTUR-EVRÓPA og hertóku Eystrasaltslöndin. Þjóðverjar hertóku Danmörku og Noreg til að tryggja sér gott aðgengi að Norður-Atlantshafinu. Frakkland féll skömmu síðar og Holland og Belgía ári síðar. Þá var röðin komin að Bretlandi en Hitler treysti sér ekki til að taka Bretland með landgönguliði og í tæpt ár gerðu Þjóðverjar linnulausar loftárásir á Breta. Þessar árásir hafa verið kallaðar „Orrustan um Bretland“. Ekki tókst Hitler að ná Bretlandi svo hann sneri sér að því að sölsa undir sig Balkanskagann og því næst lét hann til skarar skríða gegn Sovétríkjunum. Af ótta við að Vesturveldin og Þýskaland myndu gera sameiginlega árás á Sovétríkin gerði Stalín samning við Hitler. Þegar Hitler hafði notið góðs af samningi Seinni heimsstyrjöldin Seinni heimsstyrjöldin hófst þann 1. september 1939 með því að Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Tveimur dögum síðar lýstu Bretar og Frakkar yfir stríði á hendur Þjóðverjum. Þjóðverjar beittu nýrri stríðstækni. Mikill fjöldi skriðdreka réðst gegn Pólverjum og braust í gegnum víglínur pólska hersins með aðstoð sprengjuflugvéla. Sovétmenn réðust gegn Pólverjum úr austri og var Pólland fljótt gersigrað. Stríðið var bara rétt að byrja því seinni heimsstyrjöldinni lauk ekki fyrr en 1945. Mörg lönd áttu eftir að dragast inn í atburðarásina og var stríðið ekki einvörðungu háð í Evrópu heldur víðs vegar um heiminn. Sovétmenn réðust á landsvæði í Finnlandi Yfirráðasvæði stríðandi fylkinga í seinni heimsstyrjöldinni. Mynduðu sömu ríki bandalög og í fyrri heimsstyrjöldinni? Berðu kortin saman.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=