57 öflugasta í Evrópu. Á fáum árum tókst að útrýma atvinnuleysinu að mestu. Yfirlýst markmið Hitlers var að sameina alla Þjóðverja í Evrópu í eitt ríki. Hergagnaiðnaðurinn var orðinn umsvifamikill og var Hitler nú ekkert að vanbúnaði að ráðast á og hertaka aftur þau landsvæði sem Þýskaland hafði misst í lok fyrri heimsstyrjaldar. Þegar Þjóðverjar réðust á löndin, sem þeir töldu sig eiga, mótmæltu Bretar og Frakkar en aðhöfðust ekkert. Kröfur Hitlers urðu sífellt meiri og trúðu menn því ekki lengur að útþenslustefna hans væri eingöngu sú að vinna fyrrum þýsk landsvæði til baka. „Allra síðasta krafan“ eins og Hitler orðaði það, var að hafnarborgin Danzig eða Gdansk og sneið af Póllandi yrðu þýsk yfirráðasvæði á ný. Þessu höfnuðu Pólverjar með stuðningi Breta og Frakka. Kreppan í Bandaríkjunum náði til annarra landa. Í Þýskalandi ríkti upplausnarástand í efnahagsmálum þar sem um sex milljónir manna voru atvinnulausar. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri leystist upp og töldu Þjóðverjar að eina ráðið til að bæta ástandið væri að styðja sterkan mann til valda. Adolf Hitler, foringi nasistaflokksins, steig fram og kveikti vonarneista hjá vonlítilli þjóð með sannfærandi málflutningi sínum. Í upphafi árs 1933 varð Hitler ríkiskanslari Þýskalands og komst þjóðernis-sósíalistaflokkur hans (nasistar) til valda. Gríðarlegt átak var gert í atvinnumálum. Hraðbrautirnar sem enn einkenna samgöngur í Þýskalandi voru lagðar, íbúðarhús reist og nytjaskógar ræktaðir upp. Jafnframt hófst mikil hernaðaruppbygging með það að markmiði að gera þýska herinn að þeim Adolf Hitler kemst til valda Adolf Hitler ríkiskanslari í Þýskalandi 1933–1945.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=