56 VESTUR-EVRÓPA úr rústum með lánsfé frá Bandaríkjunum, einkum Þýskaland og Austurríki. Þegar kreppan skall á innheimtu bankarnir þessi lán. Innheimta lánanna setti Þjóðverja í afar erfiða stöðu þar sem þeir áttu þegar í erfiðleikum með að greiða stríðsskaðabætur. Aðdragandi heimsstyrjaldar Ástæður sem gefnar hafa verið fyrir upphafi seinni heimsstyjraldarinnar eru m.a. aukin þjóðernishyggja, hergagnaframleiðsla og óleystar landamæradeilur. Þjóðverjar háðu styrjöldina þó fyrst og fremst í þeim tilgangi að snúa við niðurstöðum hinnar fyrri og eyða samkomulaginu sem gert hafði verið með Versalasamningunum. Þjóðverjar voru auk þess sárir yfir því að í samningunum var kveðið á um að þeir einir bæru ábyrgð á fyrri heimsstyrjöldinni. Kreppan mikla Í október árið 1929 varð mikið verðfall á hlutabréfum í kauphöllinni í New York. Afleiðingin varð illvígasta efnahagskreppa sem heimurinn hafði orðið fyrir. Ástæður kreppunnar má einkum rekja til þess efnahagsumhverfis sem varð til eftir fyrri heimsstyrjöldina. Á árunum 1924–29 var mikill uppgangur í Bandaríkjunum. Almenningi var boðið að eignast hluti með nýjum aðferðum, afborgunum. Hluti sem hann hafði annars ekki efni á að kaupa á þessum tíma, eins og ísskápa, eldavélar, útvörp og bíla. Svo skall kreppan á og gífurlegt verðhrun varð á hlutabréfum fyrirtækja. Framleiðsla á vörum stöðvaðist, bændur gátu ekki selt afurðir sínar og fólk missti atvinnuna. Bönkum var lokað og hjól atvinnulífsins hættu að snúast. Allt bankakerfið varð hart úti og mikið fé tapaðist á stuttum tíma. Þau Evrópuríki sem verst urðu úti í fyrri heimsstyrjöldinni voru reist Mikið öngþveiti skapaðist á götum New York borgar þegar verðfall varð á hlutabréfum í kauphöllinni á Wall Street.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=