Evrópa

55 Versalasamningarnir Versalasamningarnir, sem undirritaðir voru í Versölum í Frakklandi árið 1919, voru friðarsamningar sigurvegara fyrri heimsstyrjaldar og Þjóðverja sem áttu engan annan kost en að skrifa undir þó það væri þeim þvert um geð. Samningarnir fólu m.a. í sér að Þýskaland skyldi afvopnast og afhenda bandamönnum herskipaflota sinn. Þjóðverjar máttu ekki hafa fjölmennari her en 100 þúsund manns og þeim var bannað að eiga flugher. Öll hernaðarmannvirki vestan Rínar og á 50 km breiðu belti austan fljótsins skyldu rifin. Þeim var gert að skila miklu landsvæði til nágrannaríkja og einnig að greiða háar stríðsskaðabætur. Með Versalasamningunum hvarf Þýskaland um tíma úr tölu stórvelda í Evrópu. Enn fremur skyldi stofnað þjóðabandalag sem ætti að koma í veg fyrir frekari styrjaldir. Ungverjaland, Búlgaría og Ottómanveldið (Tyrkir). Í stríðslok höfðu um 9–16 milljónir manna fallið. Ýmsar breytingar urðu á ríkjaskipan. AusturríkiUngverjaland, sem var eitt ríki, liðaðist í sundur og varð að Austurríki, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu (nú Tékkland og Slóvakía) og Júgóslavíu (sem er nú sjö ríki á Balkanskaga). Pólland varð til sem og Eistland, Lettland, Litháen og Finnland sem áður höfðu verið hluti af rússneska keisaradæminu. Helsta einkenni styrjaldarinnar var skotgrafahernaður. Hermenn grófu sig niður í jörðina til að verjast vélbyssu- og stórskotahríð andstæðinganna. Orrust- urnar fóru svo þannig fram að herforingjar skipuðu þúsundum hermanna upp úr skotgröfunum til að sækja að skotgröfum andstæðinganna, þar beið þeirra ekkert annað en gapandi vélbyssukjafturinn. Í fyrri heimsstyrjöldinni voru í fyrsta skipti notaðir kafbátar og skriðdrekar og háðar orrustur í lofti. Árið 1914, í miðri styrjöld, gerðu Bretar og Þjóðverjar vopnahlé og óskuðu hver öðrum gleðilegra jóla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=