54 VESTUR-EVRÓPA Heimsstyrjaldirnar Styrjaldir og átök eru samofin sögu Evrópu allt frá því maðurinn kom þangað fyrst. Fullyrða má að heimsstyrjaldirnar tvær sem háðar voru á síðustu öld hafi markað djúp spor í sögu þeirra Evrópuþjóða sem tóku þátt í þeim. Landamæri ríkja hafa breyst og þá sérstaklega um miðja álfuna. Ómögulegt er að gera sér í hugarlund hvernig Evrópa liti út ef engin stríð hefðu orðið. Svipaða sögu má segja um Balkan- stríðin í lok 20. aldar sem getið er um síðar í bókinni. Fyrri heimsstyrjöldin Fyrri heimsstyrjöldin, sem stóð yfir árin 1914–1918, átti að binda enda á öll stríð í eitt skipti fyrir öll. Þetta stríð var háð að langmestu leyti í Evrópu. Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Ítalir (Bandamenn) unnu sigur á Miðveldunum sem voru Þýskaland, AusturríkiRússar í skotgröfum í Úkraínu bíða eftir merki um að hefja árás. Fyrri heimsstyrjöldin í Evrópu. Skoðaðu hvaða ríki mynduðu bandalög.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=