53 Í dag snýr landbúnaðarframleiðsla aðallega að kvikfjárrækt og í akuryrkju að hveiti-, bygg-, kartöflu-, ávaxta- og vínrækt. Þarna er mikil bankastarfsemi og alþjóðleg fjármálamiðstöð. Fjölbreytt landslag leiðir til mikillar ferðaþjónustu allt árið um kring. Íbúar Liechtenstein flytja inn næstum alla orku sem þeir þurfa á að halda. Vegna smæðar landsins er samgöngukerfið ekki flókið. Þar er t.a.m. ekki flugvöllur og í raun er samgöngukerfið samofið kerfunum í Sviss og Austurríki. Landið hefur verið griðastaður fjölda erlendra fyrirtækja vegna lágra skatta. Landið er eitt tækni- og iðnvæddasta ríki heims, þar sem meðaltekjur eru með þeim allra hæstu í heimi. Rín, sem á upptök sín í Svissnesku Ölpunum, rennur á landamærum Liechtenstein og Sviss á leið sinni til sjávar. Við ána er Rínarsléttan, mesta undir-lendi ríkisins, þar sem landbúnaður er stundaður. Landbúnaður var aðalatvinnuvegur fram yfir seinni heimsstyrjöld en þá hófst uppbygging á öðrum atvinnuvegum, s.s. iðnaði og ferðaþjónustu. Þar sem landið er snautt af hráefnum hafa landsmenn lagt áherslu á framleiðslu hágæðavara. Helstu iðngreinar eru véla-, farartækja-, matvæla-, vefnaðar-, leir- og lyfjaiðnaður. Einnig er framleitt mikið af lækningatækjum og fíngerðum tækjum eins og úrum. Útgáfa frímerkja hefur einnig gefið vel af sér. Sigrast á Alpafjöllum Vegna hinna snæviþöktu tinda í Alpalöndum hefur oft reynst erfitt að byggja þar upp góðar samgöngur. Samgöngunetið einkennist víða af jarðgöngum og fjallaskörðum gegnum Alpafjöllin. Árið 1993 hófust framkvæmdir á Gotthard- Basis-göngunum sem áætlað er að verði tekin í notkun árið 2018. Verða þau þar með lengstu göng í heimi, um 57 km. Á landamærum Ítalíu og Austurríkis liggur Brennerskarð sem hefur verið mikil samgönguleið allt frá tímum Rómverja. Brennerskarð er lægsta meginskarð Alpanna (1374 m) og er ein mikilvægasta tenging milli Norður- og Suður-Evrópu en þar um liggur leiðin á milli Innsbruck og Verona. Fyrsti vegurinn um Brennerskarð var opnaður árið 1772 og fyrsta járnbrautarlestin fór þar um árið 1867.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=