Evrópa

52 VESTUR-EVRÓPA Vaduz Liechtenstein Liechtenstein er fjalllent smáríki í Alpafjöllum á milli Sviss og Austurríkis. Ríkið var stofnað árið 1719 sem erfðafurstadæmi austurrísku aðalsættarinnar Liechtenstein. Árið 1866 hlaut það fullt sjálfstæði. Mjög náin tengsl eru milli Liechtenstein og Sviss. Ríkin eru í viðskipta- og tollabandalagi og hafa sömu mynt (svissneskan franka). Furstadæmið er einungis 160 km² að stærð með mestu lengd (norður-suður) um 24 km eða sem samsvarar vegalengdinni á milli Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Syðst er hæsti tindurinn, Grauspitz, 2599 metra hár. Íbúafjöldi er um 40 þúsund. Höfuðborgin heitir Vaduz og má nefna aðrar borgir eða bæi eins og Balzers, Mauren og Schaan. Liechtenstein Stærð 160 km² Íbúafjöldi 40 þúsund Höfuðborg Vaduz Tungumál þýska Orðalisti Já – ja Nei – nein Takk – danke Ég elska þig – ich liebe dich Þjóðlegur matur Knöpfle (dumplings) – ostaréttur Ribel grain – eftirréttur úr grjónum Gutenberg-kastalinn í Liechtenstein er einn af mörgum glæsilegum köstulum Evrópu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=