Evrópa

51 Vín og Dóná er t.d. víðáttumikið kerfi skipaskurða sem tengir Mið- og Austur-Evrópu við norðurhluta Evrópu. Þýskaland er iðnaðarveldi á heimsmælikvarða enda auðugt af hráefnum í jörðu. Framleiðslan í austurhlutanum var mun minni en í vesturhlutanum en hefur verið að aukast jafnt og þétt eftir sameiningu Vestur- og Austur-Þýskalands. Í dag eru iðnaðarsvæði um allt landið en það mesta er í Ruhr-héraðinu, við ána Ruhr. Þar er mikið unnið af hráefnum úr jörðu, annaðhvort til vinnslu á staðnum eða flutt um árnar á fljótaprömmum til vinnslu annars staðar. Helstu iðngreinar í dag eru hátækni-, iðnaðarvéla-, rafeinda-, efna- og bílaiðnaður. Þaðan koma t.d. hinir þekktu bílar, Mercedes Benz, BMW og Audi. Þýskaland er stærsta hagkerfi í Evrópu og þriðja stærsta í heimi, jafnframt er það eitt mesta útflutningsland í heimi. Rúmar 84 milljónir manna búa í Þýskalandi og er það langfjölmennasta Evrópulandið utan Rússlands. Höfuðborgin er Berlín, aðrar stórar og fjölmennar borgir eru Hamborg, München, Köln og Frankfurt. Þýskaland er frjósamt land og er þar stundaður mikill landbúnaður. Landbúnaðargeirinn framleiðir um þrjá fjórðu hluta af matvælum landsmanna. Sendni jökulborni jarðvegurinn nyrst er aðallega notaður sem beitilönd og eru þar einnig ræktaðar kartöflur, hafrar og rúgur. Sunnar er aðallega ræktað hveiti, sykurrófur, maís, grænmeti, ávextir og vínviður en þekkt vínræktarlönd eru í Rínardalnum og Móseldalnum. Þjóðverjar veiða mikinn fisk í Atlantshafi, Norðursjó og Eystrasalti. Samgöngur í Þýskalandi eru mjög góðar. Á millistríðsárunum voru lagðar hraðbrautir um allt landið. Þar er hraðlestakerfi og góðir alþjóðaflugvellir. Þar er líka flókið net siglingaleiða inni í landi. Út frá Rín Austurríki Stærð 84.000 km² Íbúafjöldi 9,1 milljónir Höfuðborg Vín Tungumál þýska Orðalisti Já – ja Nei – nein Takk – danke Ég elska þig – ich liebe dich Þjóðlegur matur Vínarsnitsel Sacherterta með rjóma Matterhorn í Sviss rís tignarlegt 4478 m yfir fjallaþorpinu Zermatt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=