50 VESTUR-EVRÓPA Landslagi Þýskalands er gróflega hægt að skipta upp í þrennt. Í fyrsta lagi er það láglendið í norðurhlutanum, mótað af jöklum síðustu ísaldar. Í öðru lagi eru það lágu fjöllin og heiðarnar í mið- og suðurhlutanum, þar sem margar stórár eiga upptök sín. Helstu hæðirnar þar eru Harzfjöll, Erzfjöll, Hellufjöll ásamt mörgum skógi vöxnum hæðum. Í þriðja lagi eru það Bæversku Alparnir allra syðst, þar sem tindinn Zugspitze ber hæstan við himinn, 2962 metrar. Ár sem eiga upptök sín í Ölpunum eða fjalllendi Þýskalands eru Dóná sem rennur austur í Svartahaf, Rín, sem rennur um vesturhluta Þýskalands og er ein helsta siglingaá landsins, og árnar Mósel og Saxelfur sem jafnframt eru miklar siglingaár. Höfin sem liggja að Þýskalandi eru Norðursjór að norðvestan og Eystrasalt að norðaustan. Talsvert er af eyjum undan norðvesturströndinni sem sameinast í Austur- Frísaeyjar og Norður-Frísaeyjar. Brandenborgarhliðið í Berlín, sem reist var á árunum 1788–1791, er 26 metra hátt og 65 metra breitt. Berlín Þýskaland Stærð 357.000 km² Íbúafjöldi 84,1 milljónir Höfuðborg Berlín Tungumál þýska Orðalisti Já – ja Nei – nein Takk – danke Ég elska þig – ich liebe dich Þjóðlegur matur Sauerkraut – súrkál Bratwurst – þýsk pylsa Schwarzwald torta – Svartaskógsterta Bern Sviss Stærð 41.000 km² Íbúafjöldi 10 milljónir Höfuðborg Bern Tungumál þýska/retró-rómanska Orðalisti Já – ja/gea Nei – nein/na Takk – danke/engraziel Ég elska þig – ich liebe dich/jau t´am Þjóðlegur matur Ostafondú Rösti kartöflur Súkkulaði
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=