49 Þýskaland lykilandstæðingur bandamanna. Aftur töpuðu þeir og nú skiptu sigurvegararnir Þýskalandi á milli sín. Vesturveldin þrjú, Bandaríkin, Bretland og Frakkland og Sovétríkin fengu hvert sitt hernámssvæði. Þegar kalda stríðið hófst, árið 1949, skiptist landið uppí tvö sjálfstæð ríki, Austur-Þýskaland, sem tilheyrði austurblokkinni, og Vestur-Þýskaland sem tilheyrði vesturveldunum. Ríkin tvö þróuðust sitt í hvora áttina eftir ólíkri hugmyndafræði. Þann 3. október 1990 voru þau sameinuð aftur eftir 40 ára aðskilnað og varð Berlín aftur höfuðborg sameinaðs Þýskalands árið 1991. Ekkert annað land í Evrópu á landamæri að eins mörgum löndum og Þýskaland. Löndin eru Danmörk að norðan, Pólland og Tékkland að austan, Austurríki og Sviss að sunnan og Frakkland, Lúxemborg, Belgía og Holland að vestan. Þýskaland Í aldaraðir hefur landsvæðið þar sem Þýskaland er nú gegnt miklu hlutverki í sögu Evrópu enda um miðbik álfunnar og liggur vel við verslunarleiðum. Í margar aldir samanstóð Þýskaland af tugum sjálfstæðra ríkja. Árið 1871 voru öll þýsku smáríkin sameinuð í eitt stórt ríki. Hröð iðnvæðing, einkum í kola- og stálframleiðslu, mikil fólksfjölgun og vaxandi þéttbýlismyndun gerði ríkið að því voldugasta á meginlandi Evrópu. Eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem Þýskaland tapaði, var dregið verulega úr mætti ríkisins. Fram að seinni heimsstyrjöld glímdi Þýskaland því við mikla efnahagserfiðleika, sem ráðamenn hugðust leysa með því að hervæðast og ná til baka því landsvæði sem þeir misstu í fyrri heimsstyrjöldinni. En Þjóðverjar vildu meira, sem nágrannaríkin sættu sig ekki við, og úr varð annað stríð. Í báðum heimsstyrjöldunum var Rín er þriðja lengsta fljót í Evrópu og mjög mikilvæg samgönguleið. Hún á upptök sín í Ölpunum og rennur til sjávar í Norðursjó.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=