47 Lúxemborg Amsterdam Napóleon Bonaparte Napóleon Bonaparte var sigursæll herforingi í frönsku byltingunni og þjóðarleiðtogi Frakklands frá 1799–1814. Hann var fæddur árið 1769 á eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafi. Eftir farsæla hernaðarsigra í Evrópu stjórnaði Napóleon með harðri hendi og lagði allt kapp á að tryggja eigin völd. Hann endurskipulagði stjórnkerfi Frakklands og endurreisti efnahag landsins. Svo kom að því að Napóleon færðist of mikið í fang. Hann tapaði síðustu orrustu sinni gegn Bretum, Hollendingum, Belgum o.fl. við Waterloo árið 1815. Þar með lauk Napóleonsstyrjöldunum. Bretar sendu hann í útlegð til eyjarinnar St. Helenu í sunnanverðu Atlantshafi, þar sem hann lést árið 1821. Holland Stærð 42.000 km² Íbúafjöldi 18,4 milljónir Höfuðborg Amsterdam Tungumál hollenska Orðalisti Já – ja Nei – nee Takk – bedankt Ég elska þig – Ik hou van jou Þjóðlegur matur Erwtensoep – baunasúpa Aspas með hollandesósu Edam – hollenskur ostur Lúxemborg Stærð 2.586 km² Íbúafjöldi 700 þúsund Höfuðborg Lúxemborg Tungumál franska/þýska Orðalisti Já – Oui Nei – Non Takk – Merci Ég elska þig – Je t’aime Þjóðlegur matur Bouneschlupp – baunasúpa Haam am Hée – svínakjöt Millau-dalbrúin Í Suður-Frakklandi, yfir Tarnárdalinn, við bæinn Millau var ráðist í að reisa brú sem bæta átti samgönguvanda sem þarna hafði verið um langan tíma. Í yfir 30 ár var hluta af hraðbrautinni milli Parísar og Montpellier í Suður-Frakklandi enn ólokið í dalnum og myndaðist þar umferðarstífla með tilheyrandi umferðartöfum og mengun. Brúarsmíðin hófst í október 2001 og var umferð fyrst hleypt á í desember 2004. Brúin yfir dalinn, sem er 2460 metra löng, er sú hæsta í heimi og er hæsti brúarstólpinn 343 metra hár, hærri en Eiffelturninn. Brúargólfið, þ.e. vegurinn sjálfur, liggur hæst í um 245 metra hæð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=