Evrópa

46 Brussel VESTUR-EVRÓPA París Menningar- og tískuborg París, höfuðborg Frakklands, er spennandi borg. Hún er oft talin einhver rómantískasta borg heimsins og svo er hún þekkt sem ein af háborgum tískunnar. Sem tískuborg hefur París alið af sér fræga hönnuði heims eins og Coco Chanel, Louis Vuitton og Jean Paul Gaultier. Á Parísarsvæðinu, þ.e. í borginni sjálfri og næsta nágrenni hennar, búa um 13 milljónir manna eða um 19% íbúa landsins. Þar er að finna eitt þekktasta kennileiti heims, Eiffelturninn sem hannaður var af Gustave Eiffel og byggður fyrir heimssýninguna í París árið 1889. Mannlífið í París hefur alltaf verið iðandi og kaffihúsin setja svip bæði á borgina og franska menningu. Þar er að finna mjög fallegar byggingar eins og Notre Dame kirkjuna, Sigurbogann og hið rómaða listasafn Louvre. Frakkland Stærð 547.000 km² Íbúafjöldi 67 milljónir Höfuðborg París Tungumál franska Orðalisti Já – oui Nei – non Takk – merci Ég elska þig – je t’aime Þjóðlegur matur Bouillabaisse – fiskisúpa Baquette og croissant Ostar eins og Brie og Camembert BeNeLux Eiffelturninn var byggður á árunum 1887–1889 og er 324 metra hár. Hann var hæsta bygging heims til ársins 1930. Belgía Stærð 31.000 km² Íbúafjöldi 11,8 milljónir Höfuðborg Brussel Tungumál flæmska/franska Orðalisti Já – ja/oui Nei – nee / non Takk – dank u/ merci Ég elska þig – ik hou van jou/je t’aime Þjóðlegur matur Kræklingur og franskar Waterzooi – súpa með fiski eða kjúkling Súkkulaði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=