45 Fjölbreytt landslag þýðir jafnframt fjölbreytt veður- far og því er veðurfarið í norðurhluta landsins ólíkt því sem gerist við Miðjarðarhafið eða í Ölpunum. Höfin sem liggja að Frakklandi eru Biscayaflói að vestanverðu og Miðjarðarhaf að sunnanverðu. Í Miðjarðarhafi er eyjan Korsíka sem tilheyrir Frakklandi. Frakkland er mikið landbúnaðarland og er einna fremst Vestur-Evrópuþjóða í landbúnaðarframleiðslu. Frjósamt land og fjölbreytt loftslag skapa mörg tækifæri til framleiðslu. Mikið er ræktað af korni, ólífum og ýmiss konar kryddjurtum. Frakkar eru líka víðfrægir fyrir víngerð sína sem má rekja allt aftur til tíma Rómverja. Þar er atvinnulíf almennt fjölbreytt. Frakkar standa framarlega í iðnaði og þá sérstaklega í hátækniiðnaði. Samgöngur eru góðar og er hraðlestakerfið með því besta sem gerist í heiminum. Frakkland er mikið ferðamannaland. Frakkland Frakkland er rúmlega fimm sinnum stærra en Ísland. Að auki ráða Frakkar yfir landsvæðum utan Evrópu, í Atlantshafi, Kyrrahafi, Indlandshafi og í Suður- Ameríku. Í Frakklandi búa um 67 milljónir og þar eru margar stórborgir, eins og höfuðborgin París og borgirnar Lyon, Marseille, Toulouse og Nice. Landslagið er fjölbreytt, allt frá sléttunum í norðri til Alpafjallanna í suðaustri þar sem tindur Mont Blanc teygir sig tignarlega til himins. Í landinu er að finna þrjár frjósamar lægðir, Parísarlægðina, Garonnelægðina og Rónardalinn. Helstu fjallgarðar eru Júrafjöllin, Alparnir og Pýreneafjöllin sem mynda náttúruleg landamæri við Spán. Áin Rón (Rhône) rennur um samnefndan dal og myndar mikla óshólma þar sem hún rennur í Miðjarðarhafið. Í ánni Gave de Peu í suðvestur Frakklandi er hæsti foss Evrópu, Gavarnie, 422 metra hár og hið fræga fljót Signa skiptir höfuðborg landsins í tvennt. Sigurboginn í París er minnisvarði reistur til að heiðra þá hermenn sem börðust fyrir Frakkland í Napóleonsstyrjöldunum. Undir boganum er gröf hins óþekkta hermanns.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=