Evrópa

43 Stóra-Bretland er eitt iðnvæddasta land í heimi. Helstu iðngreinar eru á sviði hátækniiðnaðar eins og efna- og lyfjaiðnaður, vopnaiðnaður og hugbúnaðariðnaður. Aðalútflutningsafurðir Breta eru iðnaðarvörur en innflutningur ýmis neysluvarningur frá fyrrum nýlendum þeirra eins og te, sykur, timbur, kjöt og málmar. Árið 1975 hófu Bretar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó. Samgöngur eru með því besta sem þekkist. Bretar eru mjög framarlega í siglingum. Flugsamgöngur eru miklar og í London er ein stærsta flugstöð í heimi, Heathrow. Járnbrautarsamgöngur eru góðar um allt land sem og vegakerfi. Á Bretlandseyjum er vinstri umferð. Stóra-Bretland hefur yfir að ráða einu stærsta hagkerfi heims og er London miðstöð fjármála í Evrópu. vesturhlutann. Helstu fjallaklasarnir eru Kambríufjöll í Wales, Pennínafjöll í Englandi og Skosku hálöndin í Skotlandi eins og nafnið gefur til kynna. Skosku hálöndin, sem jafnframt eru hæstu fjöll Bretlandseyja, eru strjálbýl vegna fjölmargra fjallgarða á svæðinu. Hæsti tindur er Ben Nevis, 1343 metra hár. Höf umhverfis Bretlandseyjar eru Atlantshaf að vestan og norðan og Norðursjór að austan. Minni höf eru t.d. Írlandshaf og Keltahaf. Íbúar Bretlandseyja eru í dag um 75 milljónir, þar af um 70 milljónir á Stóra-Bretlandi og rúmar fimm milljónir á Írlandi. Suðaustur-England er þéttbýlasti hluti þessa fjölmenna svæðis og búa um 11 milljónir á stórborgarsvæði Lundúna sem er höfuð- borgin. Aðrar fjölmennar borgir eru Birmingham, Leeds, Sheffield, Manchester, Glasgow, Edinborg og Dublin. Kvikfjárrækt og akuryrkja er mikil á Bretlandseyjum og tæknivædd. Frjósömustu landbúnaðarsvæðin eru í suðausturhlutanum. Úrkomusamari svæði vestan til á eyjunum henta vel til mjólkurframleiðslu og nautgriparæktar en sauðfjárræktin er meira stunduð til fjalla. Á þurrari svæðum austurhluta eyjanna er akuryrkjan meira stunduð. Einkum er ræktað bygg, hveiti, kartöflur og hafrar, og sykurrófur og repja í dýrafóður. Úr fræjum repjunnar er unnin olía til manneldis. Bretar hafa alltaf verið mikil garðyrkjuþjóð og stundar almenningur gjarnan grænmetis- og blómarækt í görðum sínum. Bretar stunda fiskveiðar eins og aðrar strandþjóðir. Veiðar þeirra í Norður-Atlantshafi hafa dregist saman og eru þeirra helstu fiskimið í dag í Norðursjó, Írlandshafi og úti fyrir vesturströnd Skotlands. Helstu nytjafiskar eru þorskur, ýsa og makríll. Bretar hafa alltaf flutt inn mikið af fiski frá Íslandi. Breskir símaklefar eru þekkt tákn um breska menningu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=