42 VESTUR-EVRÓPA heimsveldi í kjölfarið og var Stóra-Bretland mikið nýlenduveldi fram á síðustu öld með yfirráð víða. Í lok 19. aldar náði breska heimsveldið yfir um fjórðung af þurrlendi jarðar sem meira en fjórðungur af mannkyni tilheyrði. Eftir seinni heimsstyrjöldina fengu flestar nýlendurnar sjálfstæði. Leifar af nýlenduveldi Breta eru í dag margar eyjar og lítil svæði víða um heim. Af þessu má vera ljóst að íbúar Bretlands eru blanda fjölmargra þjóðabrota. Stóra-Bretland er láglent í suður- og austurhlutanum. Hæðir og fjöll einkenna hins vegar norður- og Menn hafa búið á Bretlandseyjum í mörg þúsund ár og hafa íbúar þeirra gegnt meginhlutverki í sögu Evrópu í margar aldir og haft veruleg áhrif á mannkynssöguna. Saga Breta er því löng og fjölbreytt þar sem koma fyrir Keltar, Rómverjar, Engilsaxar, Jótar, víkingar og fleiri. Konungsríkið Stóra-Bretland myndaðist á 18. öld þegar Englendingar og Skotar sameinuðu lönd sín og stjórn. Í iðnbyltingunni sem hófst á miðri 18. öld, þar sem kol og stál lögðu grunninn að tækni- og samfélagsbreytingum, náðu Bretar efnahags- og stjórnmálalegu forskoti á önnur ríki Evrópu. Þeir urðu Ermarsundsgöngin eru um 50 km löng járnbrautargöng undir Doversund, þar sem styst er á milli Englands og Frakklands. Göngin, sem tekin voru í notkun 1994, voru verkfræðilegt tækniafrek og eru önnur stærstu járnbrautargöng í heimi. Ermarsundsgöngin -150 m -100 m -50 m 0 m -150 m -100 m -50 m 0 m 50 m 50 km Nýlendur Breta þegar nýlenduveldi þeirra stóð sem hæst. Ensk tunga er víðast hvar enn töluð sem sýnir vel hin miklu áhrif nýlendutímans.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=