41 Dublin London Bretlandseyjar Bretlandseyjar kallast einu nafni eyjaklasi, rúmlega sex þúsund eyja, í Norður-Atlantshafi úti fyrir strönd meginlands Evrópu. Langstærstu eyjarnar eru Stóra-Bretland (England, Skotland og Wales), jafnframt stærsta eyja Evrópu, og Írland, oft nefnd „Eyjan græna“ vegna þess hve stór hluti hennar er graslendi. Minni eyjar eru t.d. Orkneyjar, Hjaltlandseyjar, Ytri- og Innri-Suðureyjar og Mön. Samtals eru eyjarnar allar rétt rúmlega þrisvar sinnum stærri að flatarmáli en Ísland. Stóra-Bretland, sem er konungsríki, er myndað af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Suðurhluti Írlands er sjálfstætt ríki, stofnað árið 1921. Stjórnmála- og efnahagslega hefur England löngum verið ráðandi aðilinn í konungsríkinu. Skotar, Walesbúar og Írar hafa þó staðið vörð um þjóðarvitund sína, menningu, sögu og tungumál. Í lok síðustu ísaldar, þegar sjávarborð var mun lægra en nú, var Stóra-Bretland skagi út frá meginlandi Evrópu. Þegar sjávarborð hækkaði aftur eftir að ísöld lauk myndaðist Ermarsund. Bretland Stærð 245.000 km² Íbúafjöldi 70 milljón Höfuðborg London Tungumál enska Orðalisti Já – yes Nei – no Takk – thanks Ég elska þig – I love you Þjóðlegur matur Fiskur og franskar Shepherds pie Te Írland Stærð 70.000 km² Íbúafjöldi 5,3 milljónir Höfuðborg Dublin Tungumál gelíska / írska/ enska Orðalisti Já – is ea Nei – ní hea Takk – go raibh maith agat Ég elska þig – taim i’ ngra leat Þjóðlegur matur Irish Stew – kjötpottréttur Coddle – grænmetispottréttur Plómubúðingur Stonehenge í Suður-Englandi er um 5000 ára gamalt mannvirki. Steinhringurinn og nánasta umhverfi hans eru á heimsminjaskrá UNESCO.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=