40 VESTUR-EVRÓPA allt verið tekið til ræktunar. Sjávarútvegur er talsverður enda liggja flest löndin að fengsælum fiskimiðum. Samgöngur í Vestur-Evrópu eru háþróaðar. Hraðbrautir og hraðlestir eru víða. Flugsamgöngur eru miklar með góða tengingu við aðra heimshluta og þarna má finna stærstu flugvelli Evrópu og þó víðar væri leitað. Stórar uppskipunarhafnir eru við strendurnar og er höfnin í Rotterdam í Hollandi ein sú stærsta í Evrópu. Vöruframleiðsla og þjónusta í Vestur-Evrópu er vel skipulögð og hátæknivædd. Framtíðarhorfur og tækifæri þessa Evrópuhluta eru miklar enda leiðandi á flestum sviðum álfunnar í dag, eins og í viðskiptum, iðnaðarframleiðslu og stjórnmálum. Þó að Vestur-Evrópa leiði á mörgum sviðum í dag þarf það ekki að þýða að svo verði um aldur og ævi. Eftir seinni heimsstyrjöldina hafa lönd Evrópu í ríkari mæli bundist samtökum, með aukinni samvinnu, eins og t.d. Evrópusambandið. Þetta hefur dregið úr mikilvægi hvers ríkis fyrir sig. Norður-Evrópusléttan nær yfir stóran hluta VesturEvrópu, allt frá vesturströnd Frakklands og miðjum Bretlandseyjum austur að Úralfjöllum í Rússlandi. Sléttan nær ekki meira en 300 metra hæð yfir sjó. Í austurhluta Frakklands og suðurhluta Þýskalands taka svo við hásléttur og láglendi á víxl. Á hásléttunum eiga margar ár upptök sín sem renna um láglendið til sjávar. Stærstu árnar eru Thames, Signa, Loire, Garonne, Rín og Saxelfur. Árnar eru skipgengar langt inn í löndin og því afar mikilvægar flutningsleiðir. Helstu hálendi og fjöll eru Skosku hálöndin á Bretlandseyjum, Franska miðhálendið, Júrafjöll og Alparnir í Frakklandi og Alparnir að norðanverðu í Þýskalandi. Landrými á þessu þéttbýlasta svæði Evrópu er mjög eftirsótt. Þó er um helmingur af landinu nýttur til margs konar ræktunar. Beitarlönd á láglendinu eru mikið notuð til mjólkurframleiðslu því góðar samgöngur gera mönnum kleift að dreifa ferskum mjólkurafurðum um alla Evrópu. Einnig er mikið um nautgriparækt og akuryrkju. Lítið er eftir af náttúrulegum skógum þar sem land hefur meira og minna Alpalöndin Sviss, Liechtenstein og Austurríki bjóða upp á frábærar skíðabrekkur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=