Evrópa

39 Siglingaþjóðirnar, Spánn, Portúgal, Holland og England, nýttu sér þessi nýju viðskiptatækifæri og auðguðust mjög. Það voru þó ekki einungis þessi nýju viðskiptatækifæri sem gáfu svæðinu forskot, heldur líka þær miklu orkulindir (kolalög) sem fundust á Englandi og allt suður til vesturhluta Þýskalands. Þessi fundur hleypti af stað tæknibyltingu þeirri sem kölluð hefur verið iðnbyltingin og hófst seint á 18. öld. Vöruframleiðsla breyttist úr handverki í fjöldaframleiðslu. Vestur-Evrópa er þéttbýlli en önnur svæði Evrópu, enda að mestu láglend og frjósöm. Þéttbýlast er á svæði sem nær frá sunnanverðum Bretlandseyjum og norðanverðu Frakklandi um Belgíu og Holland austur til Þýskalands, á þeim svæðum þar sem iðnbyltingin skaut rótum. Í þessum hluta er íbúafjöldi um 275 milljónir og býr hátt hlutfall íbúa í borgum. Vestur-Evrópa Löndin sem tilheyra Vestur-Evrópu eru Írland, Bretlandseyjar (Norður-Írland, Skotland, Wales og England), Benelúxlöndin (Belgía, Holland og Lúxemborg), Frakkland, Þýskaland og Alpalöndin (Sviss, Liechtenstein og Austurríki). Vestur-Evrópa er einsleit í landfræðilegu, efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Þar hafa stjórnar- hættir verið lýðræðislegir um lengri tíma svo efnahagur hefur stjórnast af frjálsum og opnum viðskiptaháttum. Lífskjör í Vestur-Evrópu eru með því sem gerist best í heiminum. Þar er samfélags- þjónusta, eins og mennta- og heilbrigðiskerfi, mjög góð og menningarlíf blómlegt. Það var þó engin tilviljun að Vestur-Evrópa náði þessu forskoti. Þar hafa verið til verslunarveldi í margar aldir sem byggðu upp mikið ríkidæmi. Þegar Evrópubúar uppgötvuðu Ameríku streymdu auðæfin til Evrópu. Holland er þekkt fyrir vindmyllur og túlípanarækt. Belgískt súkkulaði er af mörgum talið það besta í heiminum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=