Evrópa

37 Samar Samar er þjóðflokkur sem byggir Samaland sem nær yfir norðurhluta Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Kólaskaga í Rússlandi. Samar eru afkomendur hirðingja sem lifðu í Skandinavíu en voru hraktir norðar þegar byggðin tók að þéttast í suður-hluta Skandinavíu. Þeir eru af sama stofni og fólk sem býr á norðurslóðum austur um Síberíu og Norður- Ameríku allt til Grænlands. Áður fyrr var aðalatvinnuvegur þeirra hreindýrarækt og flökkuðu þeir með hreindýrahjarðirnar á milli beitilanda. Skandinavíuþjóðirnar reyndu lengi að aðlaga Sama þjóðskipulagi sínu án árangurs, m.a. með því að banna tungumál þeirra, samísku. Í dag lifa Samar nánast eins og hver önnur Skandinavíuþjóð, með fasta búsetu við nútíma þægindi. Atvinnuhættir þeirra hafa einnig breyst og stunda þeir í dag hefðbundinn búskap, fiskveiðar, skógrækt og ýmis þjónustustörf ásamt hreindýraræktinni. Þeir gefa út sín eigin dagblöð og reka sína eigin fjölmiðla og hafa látið til sín taka á pólitískum vettvangi. Í forníslensku merkir orðið víkingur sjóræningi, þ.e. maður sem stundar sjóhernað. Í seinni tíð hefur orðið fengið útbreiðslu sem samheiti yfir norræna menn sem uppi voru á víkingaöld, um 800–1050 e.Kr. Flestir víkingar voru fjölskyldumenn, bændur sem stunduðu kvikfjárrækt, ræktuðu sitt korn og veiddu sinn fisk. Þeir gerðu margt sér til dægrastyttingar, skemmtu sér, saumuðu föt úr ull og dýraskinnum og smíðuðu vopn. Í skipasmíðum voru þeir flinkir og smíðuðu einkum tvær gerðir skipa, langskip og knerri. Víkingar voru fyrstir manna til að setja kjöl á skip sem gerði þau stöðugri í sjó og hraðskreiðari. Þá var líka hægt að reisa siglutré og setja upp segl sem flýtti förinni enn frekar þegar byr gaf. Tækni þessi hefur eflaust gefið þeim það forskot sem þeir höfðu í ránsferðum sínum, þeim sem í þær fóru. Víkingar Útlit víkinga var ekki í líkingu við þá stórkarlalegu mynd sem oft er dregin upp af þeim. Karlar voru rúmir 170 cm á hæð og konur um 160 cm. Víkingar urðu almennt ekki langlífir en beinagrindur frá þessum tíma sýna að fáir urðu eldri en 50–60 ára.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=