36 NORÐURLÖND Ósló Samar Kalmarsambandið var konungssamband milli Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, stofnað árið 1397 í bænum Kalmar í Suður-Svíþjóð. Sambandinu, sem var óformlegt, skyldi stjórnað af einni konungsstjórn sem hefði aðsetur í Danmörku. Hverju ríki fyrir sig skyldi þó stjórnað af eigin lögum og af aðli hvers lands. Tilgangur með stofnun sambandsins var að mynda sterkari stöðu Norðurlanda gagnvart vaxandi áhrifum þýskra kaupmanna, í hinu svonefna Hansasambandi, sem gerðust umsvifamiklir í verslun í suður- og miðhluta Skandinavíu. Hagsmunaárekstrar ríkjanna þriggja urðu þó til þess að sambandið leystist upp u.þ.b. 130 árum síðar. Norræn samvinna Norðurlöndin vinna saman á ýmsum sviðum og hafa gert lengi. Með samstarfi leitast þjóðirnar við að finna í sameiningu norrænar lausnir á þeim verkefnum sem við er að glíma hverju sinni. Einn helsti vettvangur norrænnar samvinnu er í Norrænu ráðherranefndinni, stofnuð 1971, og Norðurlandaráði sem stofnað var árið 1952. Í Norðurlandaráði sitja 87 fulltrúar frá öllum löndunum. Á Norðurlandaráðsþingum, sem haldin eru árlega, og fundum þeirra á milli, er fjallað um samnorræn málefni en markmið ráðsins er að auka samstarf norrænna ríkja. Noregur Stærð 324.000 km² Íbúafjöldi 5,7 milljónir Höfuðborg Ósló Tungumál norska Orðalisti Já – Ja Nei – Nei Takk – Takk Ég elska þig – Jeg elsker deg Þjóðlegur matur Kjöt í káli Rømmegraut – mjólkurgrautur Soðinn þorskur og lifur Kalmarsambandið
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=